Kynbundið áreiti

Kynferðisleg áreitni/kynbundið áreiti líðst ekki í skólanum og á það við um alla, jafnt börn sem fullorðna. Verði einhver fyrir slíkri framkomu hefur sá hinn sami rétt til að tilkynna háttsemina til skólastjóra, starfsmanna eða trúnaðarmanns.

Kynferðislegt áreiti sbr. lög um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008,2.gr

„Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt“

Kynbundin áreitni sbr. lög um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008,2.gr

„Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt“