Móttaka nýrra nemenda

Nauðsynlegt er að nýjum nemendum sé kynnt hvernig allt gengur fyrir sig í skólanum og utan hans. Beinast liggur við að þetta sé í höndum tilvonandi umsjónarkennara.

Markmið: Að nýjum nemanda finnist hann velkominn og honum líði vel, svo hann og nái að aðlagast skólaumhverfinu sem best.

Leiðir:

1. Kynna nemanda og forráðmanni skólahúsnæðið (vettvangsferð með skólastjóra og/eða umsjónarkennara).
2. Kynna nemanda og forráðamanni skólareglur, skólanámskrá, heimasíðu skólans og helstu kerfi sem skólinn notar s.s. Mentor, Google Classroom (skólastjóri og/eða umsjónarkennari). Útbúa neyðarkort.
3. Tilkynna starfsfólki um nýjan nemanda.
4. Gott er að undirbúa bekkinn og fá ákveðna nemendur til að verða nemandanum innan handar.
5. Gæta þess að nemandi viti um þá atburði sem eiga sér stað í félagslífinu, bæði innan skólans og utan.
6. Umsjónarkennari tilkynni öðrum kennurum nýja nemandann og miðlar nauðsynlegum upplýsingum.
7. Umsjónarkennari og/eða greinakennarar útvega nauðsynleg gögn fyrir nemandann s.s. aðgangsorð, netfang, námsbækur og ritföng. 
8. Náms- og starfsráðgjafi hittir nýja nemendur u.þ.b. 3-6 vikum frá skólabryjun í nýjum skóla til að kanna líðan og gengi.
9. Skólastjóri hefur samband við foreldra eftir 3-6 vikur og kannar hvort heimilinu skorti upplýsingar og spyr eftir líðan og gengi. Skólastjóri kemur upplýsingum til þeirra er málið varðar.

Desember 2020