Nauðsynlegt er að nýjum nemendum sé kynnt hvernig allt gengur fyrir sig í skólanum og utan hans. Beinast liggur við að þetta sé í höndum tilvonandi umsjónarkennara.
Markmið: Að nýjum nemanda finnist hann velkominn og honum líði vel, svo hann og nái að aðlagast skólaumhverfinu sem best.
Leiðir:
1. Kynna nemanda og forráðmanni skólahúsnæðið (vettvangsferð með skólastjóra og/eða umsjónarkennara).
2. Kynna nemanda og forráðamanni skólareglur, skólanámskrá, heimasíðu skólans og helstu kerfi sem skólinn notar s.s. Mentor, Google Classroom (skólastjóri og/eða umsjónarkennari). Útbúa neyðarkort.
3. Tilkynna starfsfólki um nýjan nemanda.
4. Gott er að undirbúa bekkinn og fá ákveðna nemendur til að verða nemandanum innan handar.
5. Gæta þess að nemandi viti um þá atburði sem eiga sér stað í félagslífinu, bæði innan skólans og utan.
6. Umsjónarkennari tilkynni öðrum kennurum nýja nemandann og miðlar nauðsynlegum upplýsingum.
7. Umsjónarkennari og/eða greinakennarar útvega nauðsynleg gögn fyrir nemandann s.s. aðgangsorð, netfang, námsbækur og ritföng.
8. Skólastjóri hittir nýja nemendur u.þ.b. 3-6 vikum frá skólabryjun í nýjum skóla til að kanna líðan og gengi.
9. Skólastjóri hefur samband við foreldra eftir 3-6 vikur og kannar hvort heimilinu skorti upplýsingar og spyr eftir líðan og gengi. Skólastjóri kemur upplýsingum til þeirra er málið varðar.
Erlendir nemendur
Móttökuáætlun Valsárskóla fyrir erlenda nemendur, er unnin með hliðsjón af Móttökuhandbók grunnskóla Akureyrar (lesa nánar) og Fjölmenningarstefnu Eyþings frá árinu 2017 (lesa nánar)
Móttökuteymi Valsárskóla
María Aðalsteinsdóttir, skólastjóri
Harpa Eyfjörð Helgadóttir, sérkennari - Íslenska sem annað tungumál
Áður en boðað er til móttökuviðtals þarf að tryggja eftirfarandi atriði;
Í móttökuviðtali hitta foreldrar og nemandi, móttökuteymið. Í móttökuviðtali eru veittar helstu upplýsingar fyrir skólabyrjun með hliðsjón af kynningarmyndbandi um grunnskóla Akureyrar sem nálgast má hér. Einnig er gengið um skólabygginguna, hún kynnt og heilsað upp á umsjónarkennara og kennarateymi nemandans.
Í móttökuviðtali er rætt um eftirfarandi:
-
Upplýsingar um nemandann
-
Kynningarmyndband um Grunnskóla Akureyrar
-
Einkenni Valsárskóla, stefna og áherslur
-
Skóladagatal
-
Upplýsingar og gjaldskrá fyrir Vinaborg - frístund
-
Stundatafla
-
Fyrirkomulag Íslenskukennslu
-
Innskráning í Mentor
-
Skipulag aðlögunar fyrstu 2-3 vikurnar
-
Tímasetning fyrir stöðufund eftir aðlögun
Stöðufundur og Stöðumat
Eftir að nemandi hefur lokið aðlögun og er farinn að fylgja stundatöflu bekkjarins fer fram stöðufundur. Þar er rætt um líðan og næstu skref. Umsjónarkennari nemandans situr einnig stöðufundinn og tekur formlega við nemandanum í umsjón. Einnig er fyrirkomulag stöðumats kynnt og upplýsingar ræddar varðandi fyrsta hluta í þess. Allir nýir nemendur af erlendum uppruna gangast undir samræmt stöðumat frá Menntamálastofnun. Stöðumatið fer fram á sterkasta tungumáli nemandans og er ætlað að meta þekkingu nemenda af erlendum uppruna þannig að skólinn geti undirbúið og lagað kennsluna að þörfum hans.
Aðlögun nemanda
Nemendur sem flytja til landsins og eru byrjendur í íslensku, fá sérstakt skipulag til aðlögunar fyrir fyrstu 2-3 vikurnar. Tilgangurinn er að nemandinn kynnist nýja námsumhverfinu á skynsamlegum hraða og rúm gefist til að skipuleggja viðfangsefni út frá hans þörfum hverju sinni. Gera má ráð fyrir að móttökuáætlun nái yfir fyrstu mánuði nýs nemanda í Valsárskóla en einnig er gert ráð fyrir svigrúmi til að einstaklingsmiða áætlunina eftir þörfum hverju sinni.
Verkefnastjóri og ÍSAT kennarar eru í framhaldi til ráðgjafar umsjónarkennara nemandans við val á námsefni og kennsluaðferðum eftir því sem við á.
Íslenska sem annað tungumál
Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að nemendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli eigi að fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fjöldi kennslustunda miðast við viðmiðunarstundatöflu Menntamálastofnunnar og er tímasetning ÍSAT kennslustunda ákvörðuð í samráði við umsjónarkennara nemandans. Gert er ráð fyrir að nemandi fylgi hæfniviðmiðum Aðalnámskrár fyrir erlenda nemendur í um það bil tvö til fjögur ár. Eftir það ættu nemendur að geta fylgt hæfniviðmiðum jafnaldra í íslensku með stuðningi.
Með móttökuáætlun sem þessari er leitast eftir því að aðlögun nýs nemanda gangi sem best og stuðli að farsælli skólagöngu.
Desember 2024