Verklag um árangur

Námsárangur er birtur reglulega í Mentor, ræddur í foreldrasamtölum og tekið er saman lokamat að vori. Niðurstöður samræmdra prófa og lesfimiprófa eru skráðar í Menntagátt Menntamálastofnunar. Fylgst er með þróun námsárangurs nemenda milli ára með því að bera saman lokamat að vori og þróun t.d. í lestri og milli samræmdra prófa í 4., 7. og 9. bekk. Skólastjóri, sérkennari og verkefnastjóri meta í samvinnu við umsjónarkennara hvort eðlileg þróun er hjá öllum nemendum. Ef námsárangur nemenda veldur áhyggjum kennara, nemenda og/eða foreldra er metið hvort nemandi gætið þurft að fara í nánari skimanir eða greiningar. Kennarar bregðast við og koma til móts við nemendur eins og kostur er meðan beðið er eftir frekari greiningum. Þegar niðurstöður þeirra liggja fyrir er metið hvaða leið eða leiðir séu færar til að efla árangur barnsins.  

Viðbrögð geta falist í einum eða fleiri eftirfarandi þáttum hvort sem greining liggur fyrir eða ekki: