Samstarf heimila og skóla

Samstarf heimila og skóla stendur yfir í 10 ára og jákvæður stuðningur milli kennara og foreldra mikilvægur þar sem markmiðið er sameiginlegt, árangur og velferð barna. 

Markmið

  • Að búa til vettvang fyrir samráð varðandi velferð og námframvindu einstakra nemenda.
  • Að búa til vettvang fyrir samstarf foreldra til að skapa samstöðu og samráð varðandi málefni barna og unglinga sinna.
  • Að veita foreldrum leiðbeiningar og upplýsingar til að styðja við nám barna sinna.
  • Að skapa góð tengsl milli heimilis og skóla með gagnkvæmri virðingu óháð stöðu, trúarbrögðum, lífsviðhorfum, uppruna og kyni.

Leiðir

1. Skólasetning utan hefðbundis vinnutíma til að sem flestir geti komið með sínum börnum. Þar fá foreldrar ýmsar upplýsingar frá skólastjóra um starfið framundan, hitta umsjónarkennara og aðra foreldra og nemendur.

2. Skóladagatal með skýringum er afhent að vori fyrir næsta skólaár til að upplýsa tímanlega helstu dagsetningar á komandi skólaári. 

3. Kynningarfundur í september þar sem umsjónarkennarar hitta foreldra sinna námshópa og kynna nám og kennslu.

4. Samtalsdagar eru tvisvar á ári og þá bóka foreldrar tíma sem hentar þeim til að hitta umsjónarkennara, ýmist án eða með barni sínu. Þar fer fram samtal um líðan, nám og árangur. 

5. Umsjónarkennarar senda pósta til foreldra í vikulok með fréttum úr skólastarfinu.

6. Allar helstu upplýsingar um skólastarfið s.s. mánaðarskipulag, námskrá og matseðill eru aðgengilegar á heimasíðu skólans og einnig eru sumt einnig sett inná á FB síðu skólans.

7. Skólastjóri sendir reglulega upplýsingar í tölvupósti varðandi skólastarfið í heild s.s.  viðburði.

8. Umsjónarkennarar fylgjast náið með velferð nemenda og eru í formlegum og óformlegum samskiptum við foreldra einstaka nemenda og hópa. Samstarfið getur t.d. verið með símtölum, tölvupóstum, samtölum, fundum og teymisfundum með aðkomu sérfræðinga. 

9. Teymisfundir haldnir 2-3 á skólaári þegar greiningar og stuðningur við nemendur er þess eðlis að utanumhald og samráð við foreldra skilar árangri.

Desember 2020