Viðbrögð við ofbeldi

Forvarnir

Nemendur og starfsfólk fá reglulega fræðslu um forvarnir gegn ofbeldi, um einelti og kynferðislegt áreiti.

Skólareglur styðja við öryggi allra nemenda.

Hjúkrunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi vinna með umsjónarkennurum að forvörunum og skapa umræðu. 

Viðbrögð

Ef grunur vaknar um að nemendi verði fyrir ofbeldi ber samkvæmt 16. gr Barnaverndarlaga að tilkynna málið til barnaverndar. Tilkynningaskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum viðkomandi starfsstétta sem kom að barninu.  

1. Grunur um ofbeldi

2. Skráning

3. Haft samband við stjórnanda eða barnavernd.

4. Stjórnandi eða starfsmenn tilkynna málið beint til barnaverndar ef foreldrar/náinn aðstandandi eru gerendur. Annars er málið unnið í samvinnu við foreldra.  

Sjá nánar: 

Barnavernd Eyjafjarðar

Barnaverndarlög