Tengsl Valsárskóla við önnur skólastig

Tengsl Valsárskóla við framhaldsskóla

Valsárskóli hefur verið í góðum tengslum við framhaldsskólana á svæðinu. Námsframboð þeirra hefur sífellt verið að þróast og aukast og því enn brýnna að geta komið því sem best til skila svo hægt sé að koma til móts við ólíkar þarfir og langanir nemenda. Í tengslum við þá námsfræðslu sem boðið er uppá fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Valsárskóla hafa þeir á hverjum vetri heimsótt Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri og Framhaldsskólann á Laugum. Í fyrravetur fórum við einnig að heimsækja Menntaskólann á Tröllaskaga sem hefur verið með nokkuð ólíkar áherslur. Þannig fengu nemendur að kynnast nýjum tækifærum. Svo má nefna að stundum höfum við fengið heimsóknir nemenda og/eða kennara frá framhaldskólunum. Til dæmis hefur Menntaskólinn á Akureyri kynnt mála- og menningarbrautina sína og nemendur við AFS kynnt skiptinám til annarra landa. Allt hefur þetta hjálpað nemendum við að átta sig á því mikla námsframboði sem þeim stendur til boða að loknu grunnskólanámi og vonandi auðveldað þeim valið.

Tengsl Valsárskóla við leikskóla

Markmið með samstarfi leik- og grunnskóla er að:

  • undirbúa nemendur fyrir skólaskipti
  • efla öryggi leikskólabarna fyrir fyrir skólaskiptum
  • halda tengslum yngstu barnana við leiksólastigið
  • efla tengsl milli skólastiga
  • auka samvinnu starfsfólks milli skólastiga

 

Leikur að læra er verkefni sem brúar bilið milli leikskólastigs og grunnskólastigs.Þá koma elstu nemendur leikskólans 2 klukkustundir á viku í tíma með 1. og 2. bekk í almennt nám. Byggt er á hugmyndafræði Leikur að læra og fleiri kennsluaðferða, verkefnin sett upp í hringekju þar sem yngri og eldri vinna saman við nám og leik. 

Útiskóli, áhersla er á útikennslu og grenndarvitund í skólanum og unnið samkvæmt umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Auk þess er lífsleikni, samvera og tening milli skólastiga áhersluþáttur. 1. og 2. bekkur fer í útiskóla með tveim elstu árgöngum Álfaborgar í 2-3 klukkutíma aðra hvora viku. Þessi hópur hefur meðal annars tekið að sér að tína rusl úr fjörinni neðan skólans á hverju vori og verkefnið hefur fengið heitið Verndarar fjörunnar.

Íþróttir elstu nemendur í Álfaborgar koma 1 sinni í viku í íþróttir með 1. – 2. bekk. Samstarfið gengur vel og markmiðið að skapa fjölbreyttni í skólastarfinu og efla tengsl milli leik- og grunnskólans.

Tónlistarkennsla eða forskóli er einu sinni í viku fyrir elstu nemendur í leiksólanum Álfaborg þar sem nemendur koma í Valsárskóla í tónlistarstofu.