Valhöll - Félagsmiðstöðin

Félagsmiðstöðin Valhöll er ætluð börnum og unglingum í 1.-10. bekk sem stunda nám sitt við Valsárskóla á Svalbarðseyri. Opið er fyrsta miðvikudag hvers mánaðar fyrir 1.- 4. bekk frá klukkan 15:30-17:00, tvo miðvikudaga í mánuði fyrir 5.- 7. bekk frá kl. 17:00-18:30 og alla miðvikudaga fyrir 8.- 10. bekk frá kl. 19:00-21:30.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða upp á skapandi og fjölbreytt starf fyrir krakka í Svalbarðsstrandarhreppi. Mikilvægt er að öllum líði vel og rík áhersla er lögð á jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem krakkarnir fá tækifæri til að efla m.a. samskipta- og félagsfærni sína ásamt því að styrkja sjálfsmynd sína. Félagsstarfið á að veita krökkunum tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hrinda þeim í framkvæmd. Einnig er lögð áhersla á ýmiskonar fræðslu og má þar helst nefna forvarnir gegn vímuefnum og fræðslu gegn fordómum.

Ekkert kostar að koma í félagsmiðstöðina þegar það er opið hús og kostnaði á skemmtanir og aðra viðburði er haldið í lágmarki.

Yfir skólaárið sjá krakkarnir um rekstur á sjoppu. Sjoppan er opin þegar félagsmiðstöðin er opin og rennur ágóði af sölu úr sjoppunni upp í ferðakostnað suður á árlega hátíð Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.

Starf Félagsmiðstöðvarinnar er unnið í samvinnu við foreldra/forráðamenn í hreppnum og er opin öllum þeim sem vilja kynna sér starfsemi okkar og kíkja í heimsókn.

Hægt er að koma fyrirspurnum og ábendingum á framfæri í gegnum póstfangið: tinna@svalbardsstrond.is.