Valhöll er félagsmiðstöð sem er rekin af sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er aðili að Samfés, Landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.
Félagsmiðstöð, eins og við þekkjum hana í dag, er afdrep þar sem unglingar á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Hlutverk félagsmiðstöðva er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Starfsmenn félagsmiðstöðva tryggja að starfið sé faglegt og taki mið af uppeldisgildum frítímans. Hægt er að lesa meira um Samfés á heimasíðu félagsins og er slóðin https://samfes.is/um-samfes/
Valhöll í Valsárskóla
Umsjónaraðili Valhallar þetta skólaárið verður Jóhanna Þorgilsdóttir en hún er okkur að góðu kunnug þar sem hún leysti tímabundið af í íþróttakennslu á síðast skólaári. Jóhanna er í námi í HA þar sem hún lærir sjávarútvegsfræði, hún er virk í félags- og íþróttastarfi. Hún hefur fjölbreytta reynslu og hefur t.d. unnið hjá Brim í gæðaskoðun, við umönnun og í sundlaug Akureyrar.
Fyrsta opnun á þessu skólaári verður miðvikudaginn 6. september, sjá nánar á mánaðarskipulagið Valsárskóla. Ekki verður regluleg opnun fyrr en í október þar sem Jóhanna losnar ekki að fullu frá Brim strax.
Farin er í hópferð á söngkeppni og ball Samfés í Reykjavík að jafnaði annað hvert ár.
Sú breyting hefur verið gerð að yfirumsjón félagsmiðstöðvarinnar hefur færst frá sveitarstjóra til skólastjóra Valsárskóla. Þannig að öllum ábendingum skal komið til Jóhönnu johannathorgils@svalbardsstrond.is og/eða Maríu maria@svalbardsstrond.is t.d. með tölvupósti