Valhöll - Félagsmiðstöðin

Valhöll er félagsmiðstöð sem er rekin af sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er aðili að Samfés, Landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.

Félagsmiðstöð, eins og við þekkjum hana í dag, er afdrep þar sem unglingar á aldrinum 10-16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Hlutverk félagsmiðstöðva er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari, bæði í verki og félagslegum samskiptum og gera þau hæfari til að takast á við lífið. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á gildi forvarna, sköpunar og mismunandi tegunda náms. Starfsmenn félagsmiðstöðva tryggja að starfið sé faglegt og taki mið af uppeldisgildum frítímans. Hægt er að lesa meira um Samfés á heimasíðu félagsins og er slóðin https://samfes.is/um-samfes/

Valhöll í Valsárskóla

Umsjónaraðili Valhallar þetta skólaárið verður Anna Louise Júlíusdóttir

Fyrsta opnun á þessu skólaári verður miðvikudaginn 3. september, sjá nánar á mánaðarskipulagið Valsárskóla. Ekki verður regluleg opnun fyrr en í október þar sem Jóhanna losnar ekki að fullu frá Brim strax.  

Farin er í hópferð á söngkeppni og ball Samfés í Reykjavík að jafnaði annað hvert ár. 

Sú breyting hefur verið gerð að yfirumsjón félagsmiðstöðvarinnar hefur færst frá sveitarstjóra til skólastjóra Valsárskóla.

Þannig að öllum ábendingum skal komið til  Önnu Louise. Netfangnið er:  annalouise@svalbardsstrond.is