Bókasafn

 

Vegna þess að skemmdir fundust á bókasafni Valsárskóla  var öllum bókakosti skólans fargað sumarið 2021.

Nú er safnið í minna rými eða á Ós sem við köllum bókastofu.

Allar skráningar fara í gegnum bókasafn sveitarfélagsins.

Ekki verður byggt upp safn líkt og áður var með fræðibókum. Lögð verður áhersla á bækur til að efla læsi og þjálfa nemendur og verða t.d. notuð lesbretti.    

 

Bókakostur Álfaborgar

Fjöldi bóka er til í Álfaborg sem henta yngstu lesendunum, bæði sögubækur og fræðibækur. Eins og gengur í leikskóla þarf reglulega að endurnýja bókakostinn þar sem bækurnar vilja skemmast í höndum yngstu lesendanna.