Bókasafn

Skólasafnið á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð í hverjum skóla og þar þarf að vera fjölbreytt úrval hvers kyns náms- og kennslugagna auk annars valins lesefnis fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Þar hefur skólasafnkennari aðstöðu fyrir safnvinnu og tekur bekki í safnkennslu.

 

Í Álfaborg/Valsárskóla er veglegur bókakostur í báðum starfsstöðvum. Skólabókasafnið er staðsett í Grunnskólanum og þangað sækja nemendur beggja skólastiga safnakennslu. 

 

Markmið skólasafnsins eru m.a.:

♦ að örva lestur fagurbókmennta og fræðirita

♦ að örva myndlestur

♦ að leiðbeina um notkun safnkosts

Skólasafnið er alltaf opið á skólatíma.

Safnkennsla er tvíþætt og skiptist í almenna safnakennslu sem fer fram reglulega yfir veturinn og kynningu á safninu sem höfð er eftir þörfum nemenda t.d við gerðir ritgerðasmíð eða aðra verkefnavinnu.

Safnakennslan felur m. a. í sér eftirfarandi :

1. Almenn safnkennsla.

a) kynning á starfsemi safnsins

b) uppröðun bóka (Dewey kerfið)

c) umfjöllun um bækur almennt og sérstakar bækur

d) útlán bóka

2. Kynning á safnkosti

a) helstu handbækur kynntar

b) bókmenntir

Einnig er aðstaða á skólabókasafni fyrir viðtöl við þá nemendur sem þurfa að fá ró og næði og einhvern til að tala við ef þeim líður illa af einhverjum orsökum. Notast er við hugmyndafræði frá Undirstöðuatriðum í Hugrænni athyglismeðferð (HAM) Hugrænni athyglismeðferð