Skólasafn Valsárskóla á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð og þar þarf að vera fjölbreytt úrval hvers kyns náms- og kennslugagna auk annars valins lesefnis fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Þar hefur skólasafnkennari aðstöðu fyrir safnvinnu og tekur bekki í safnakennslu.
Markmið skólasafnsins eru m.a.:
-að örva lestur fagurbókmennta og fræðirita
-að örva myndlestur
-að leiðbeina um notkun safnkosts
Skólasafnið er aðgengilegt á skólatíma. Umsjónaraðili safnsins er Ásrún Aðalsteinsdóttir kennari. Hún starfar á safninu á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum í fyrstu kennslustundunum. Þá er hún í samstarfi við kennara í ýmsum greinum og tekur við hópum í vinnu og fræðslu.
Safnkennsla er tvíþætt og skiptist í almenna safnkennslu sem fer fram reglulega yfir veturinn og kynningu á safninu sem höfð er eftir þörfum nemenda t.d. við ritgerðasmíð eða aðra verkefnavinnu.
Safnkennslan felur m. a. í sér eftirfarandi :
1. Almenn safnkennsla.
a) kynning á starfsemi safnsins
b) uppröðun bóka (Dewey kerfið)
c) umfjöllun um bækur almennt og sérstakar bækur
d) útlán bóka
2. Kynning á safnkosti
a) helstu handbækur kynntar
b) bókmenntir
Umsjónaraðili er í samstarfi við aðra bókasafnskennara í nágrenninu og skapar það tækifæri til samvinnu, sérhæfingar og að lána bækur milli skóla.
Bókakostur Álfaborgar
Á eftir að bæta efni við hér.