Hagnýtar upplýsingar

 Fatnaður

Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að merkja vel allan fatnað. Merktur fatnaður skilar sér best. Óskilamunir eru geymdir í körfum í forstofu skólans. Klæðnaður barnsins þarf að vera í samræmi við að barnið er í leikskóla. Barninu þarf að líða vel og klæðnaður þess má ekki hindra hreyfingar þess. Nauðsynlegt er að börnin hafi nóg af aukafötum.

Að jafnaði er farið út tvisvar sinnum á dag og því er mikilvægt að útiklæðnaður sé í takt við viðurfar.

Lyfjagjafir í leikskólanum

Almenn regla:
Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema læknir meti það svo að tímasetningar lyfjagjafar þurfi að koma inn á leikskólatíma. 

Undantekningar:
Þetta gildir ekki um sykursýkis-, asthma- eða ofnæmislyf eða önnur lyf sem eru barni lífsnauðsynleg. Ef börn eru með stöðuga lyfjagjöf vegna langvarandi sjúkdóma þarf að hafa samband við deildarstjóra og/eða leikskólastjóra og gefa skriflega upplýsingar.

Lyf í skemmri tíma:
Mjög sjaldgæft er að gefa þurfi lyf oftar en 3svar á dag. Þegar lyf er gefið 3svar á dag má í flestum tilfellum gefa miðskammtinn þegar heim er komið. Ef læknir gefur fyrirmæli um að gefa þurfi miðskammtinn á skólatíma verða foreldrar að ræða við deildarstjóra og koma með skammtinn klárann. 

Matmálstímar

Morgunmatur er kl. 08:00-08:45. Foreldrar eru beðnir um að koma með barnið fyrir kl. 8.30 ef það á að borða morgunmat hjá okkur. Hádegismatur er kl. 11:15-11:45 og nónhressing er kl. 14:15-14:45. Hádegismatur er gjaldfrjáls.

Skólahúsnæði 

Leikskólinn er í gamla grunnskólanum. Haustið 2005 var 150m2 nýbygging tekin í notkun og breytti hún aðstöðunni til hins betra. Haustið 2016 opnaði ungbarnadeild í suðurenda skólans.

Skólalóð 

Leiksvæði nemenda er kringum skólahúsið. Vestan við skólann eru leiktæki sem yngri deildin hefur til afnota. Norðan við skólann er drullubú og rólur en austan við skólann eru leiktæki sem eldri deildin notar mjög mikið og yngri deildin nokkuð. 

Veikindi

Í leikskólanum er ekki aðstaða til að sinna sjúkum börnum. Veik börn eru viðkvæm og vansæl og á því ekki að koma með þau í leikskólann þegar þau eru lasin. Barn á að vera hitalaust heima í a.m.k. 1- 2 sólarhringa. Þegar barnið kemur í leikskólann er ætlast til að það geti tekið þátt í hinu daglega starfi. Hérna fyrir neðan er tafla yfir helstu smitsjúkdóma barna sem hægt er að hafa til hliðsjónar.

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Uppfært 15. júní 2023