Hóparnir

Í Hópastarfi er nemendum aldursskipt. Hóparnir eru sex talsins og fer starfið sem er unnið algjörlega eftir aldri hvers hóps.

Krummar eru elstu nemendur skólans. Nemendur sem eru 5 - 6 ára. þau hafa gert með sér samkomulag um að fara eftir fyrirmælum, vera hjálpsöm og góðir vinir. Krummarnir vinna verk tengt þemanu hverju sinni ásamt því að æfa sig í að teikna og draga til stafs. Jafnframt eru þau í verkefni sem heitir Logi og Glóð og er það samstarf við slökkvilið akureyrar um eldvarnir.

Spóar eru 4-5 ára nemendur. 

Lóur eru 3-4 ára nemendur.

Þrestir eru 2-3 ára nemendur.

Maríuerlur og Glókollar eru 10 mánaða - 2 ára nemendur. Þau eru ekki í miklu skipulögðu hópastarfi. Áherslurnar eru aðalega að njóta þess að vera til, læra að vera innan um hvort annað, læra leika saman, labba, sitja og hlusta á söng. Kynnast umhverfinu sínu bæði innandyra og utan.