Hóparnir

Í leik og starfi er nemendum aldursskipt. Skipulagðir hópar eru sex talsins og fer starfið sem unnið er að algjörlega eftir aldri og þroska barnanna í hverjum hóp.

Krummar eru elstu nemendur skólans. Nemendur sem eru 5 - 6 ára. þau hafa gert með sér samkomulag um að fara eftir fyrirmælum, vera hjálpsöm og góðir vinir. Krummarnir vinna verk tengt þemanu hverju sinni ásamt því að æfa sig í að teikna og draga til stafs. Jafnframt eru þau í verkefni sem heitir Logi og Glóð og er það samstarf við slökkvilið Akureyrar um eldvarnir.

Spóar eru 4-5 ára nemendur. 
Lóur eru 3-4 ára nemendur.
Þrestir eru 2-3 ára nemendur.

Maríuerlur og Glókollar eru 9 mánaða - 2 ára og eru á ungbarnadeildinni Hreiðrinu. Þau eru ekki í skipulögðu starfi. Áherslurnar eru að njóta þess að vera til, læra að vera innan um hvort annað, læra að leika saman, labba, sitja og njóta  söngs og tónlistar ásamt því að kynnast umhverfi sínu bæði innandyra og utan.