Árlega eru gögn um líðan nemenda fengin úr könnunni Skólapúls. Svör nemenda í Valsárskóla eru borin saman við svör nemenda á Íslandi. Þannig er hægt að meta hvort líðan nemenda í Valsárskóla er sambærileg við það sem almennt gerist meðal nemenda í grunnskólum á Íslandi. Helstu niðurstöður eru alltaf kynntar með bréfi til foreldra um leið og niðurstöður liggja fyrir og allar niðurstöður er birtar á heimasíðu skólans.
Ef niðurstöður eru verri en almennt gerist á landsvísu í einstaka námshópum eru starfsfólk, kennarar og foreldrar upplýstir um vandann og gerð áætlun til að vinna með hópnum og/eða einstaklingum.
Umsjónarkennarar yngri nemenda fylgjast vel með líðan nemenda, og gera óformlega könnun á sama tíma og eldri nemendur svara könnunni Skólapúls. Allt starfsfólk er alltaf vakandi fyrir líðan nemenda í Valsárskóla og hvetur foreldra og foreldrahópa til að vera duglega að eiga samstarf við skólann og sín á milli.
Viðbrögð getur falist í einum eða fleiri eftirfarandi þáttum: