Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa í Álfaborg/Valsárskóla

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta nám, líðan og framtíðaráform. Náms- og starfsráðgjafi vinnur með forráðamönnum, kennurum og öðrum sérfræðingum innan og utan skólans með það að leiðarljósi.

Náms- og starfsráðgjöfum er ætlað að starfa í þágu nemenda, leita lausna í málum þeirra og gæta þess að nemendur búi við jafnrétti og að réttlætis sé gætt gagnvart þeim innan skólans. Lögð er áhersla á að ráðgjöfin standi öllum til boða og ekki þurfi að vera fyrir hendi vandamál eða vanlíðan hjá nemendum til að þeir geti óskað eftir viðtali. Námsráðgjafi getur líka boðað nemendur til viðtals og ekki þarf að vera nein sérstök ástæða fyrir boðuninni.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn algjörri þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa, að undanskildum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir  náms- og starfsráðgjafi er við á miðvikudögum milli kl. 8:00 – 16:00. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum síma, fjarfund og með tölvupósti netfang thl@akmennt.is.

Ráðgjöf í námi:

  • Ráðgjöf um vinnubrögð og námsaðferðir
  • Dæmi; leiðsögn og fræðsla um tímaskipulag, lestraraðferðir, prófaundirbúning og einbeitingu.
  • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
  • Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og/eða áfalla í námi eða utan þess.
  • Leiðsögn og ráðgjöf; kenna aðferðir og leiðir sem styðja við geðheilbrigði með verkfærum DAM díalektískrar atferlismeðferðar, vegna kvíða, slakrar sjálfsmyndar o.m.fl..
  • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum.

Ráðgjöf við náms- og starfsval:

  • Áhugagreining. Könnun og greining á áhugasviði einstaklinga, fer ýmist fram með viðtölum eða með notkun mælitækja og kannana.
  • Mat og greining á námshæfni, fer aðallega fram með viðtölum við ráðþega.
  • Samstarf við náms- og starfsráðgjafa á öðrum skólastigum og við aðrar stofnanir.
  • Námskynningar, skipulagning námskynninga innan skólans og í framhaldsskólum.
  • Starfskynningar, skipulagning starfskynninga í samstarfi við aðila í atvinnulífinu.
  • Starfsfræðsla og miðlun upplýsinga um möguleika og framboð  á  námi að starfi loknu.

Önnur umsjón

  • Ráðgjöf fyrir starfsmenn Álfaborgar/Valsárskóla
  • Ráðgjöf fyrir foreldra Álfaborgar/Valsárskóla
  • Stjórnendaráðgjöf fyrir Álfaborg/Valsárskóla