Aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla er sett af menntamálaráðherra með sama hætti og reglugerðir og því skulu starfsmenn og sveitarstjórnir taka mið af henni þegar skólastarf er skipulagt. Aðalnámskrá er því lagarammi og vinnuskjal sem skólarnir byggja á öðru fremur.
Aðalnámskrá lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt skólastarf á Íslandi. Á grundvelli Aðalnámskrár á sérhver skóli að gera starfsáætlun og skólanámskrá fyrir sinn skóla.
Aðalnámskrá grunnskóla
Aðalnámskrá listaskóla
Aðalnámskrá leikskóla
Starfsáætlun Valsárskóla 2020-2021