Rannsóknir sýna að ávinningur af foreldrasamvinnu og góðu samstarfi heimila og skóla leiðir til betri líðan barna, betri námsárangurs og minna brotthvarfs úr skóla þegar líður á skólagöngu barnsins. Samstarf foreldra er grasrótarstarf og eflir ekki bara og styrkir sjálfsmynd barna og unglinga heldur getur haft víðtæk áhrif á mannlíf og hverfisvitund fólks. Með tímanum gárast áhrif þess ekki bara út í nánasta samfélag skólans heldur þjóðlífið allt. Með aukinni vitundarvakninu meðal foreldra um þau áhrif sem samstarfið getur haft til dæmis á stefnumótun, eykst ábyrgð þeirra hvað þetta varðar.
Það er ljóst að góð foreldrasamvinna og samstarf heimila og skóla hefur því mikil forvarnaráhrif.
Virkir foreldrar - betri skóli. Hér má kynna sér foreldrahandbók Álfaborgar:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Fraedsla/alfaborg-foreldrahandbok-2019.pdf
Hér er svo notendahandbók fyrir Karellen, ætluð aðstandendum barnanna:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Fraedsla/handbok-fyrir-adstandendur.pdf
Þegar barn hefur skólagöngu sína verða foreldrarnir sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi. Foreldrafélög eru frjáls félagasamtök og starfa eftir eigin lögum. Með öflugri þátttöku foreldra og forráðamanna í skólastarfi verður lýðræðið virkara og þess vegna hvetjum við foreldra og aðstandendur barna til að taka þátt í störfum foreldrafélags Valsárskóla og kynna sér starfsemi þess í skólabyrjun.
Í stjórn foreldrafélags Álfaborgar skólaárið 2021-2022 eru:
Hafrún Helga Arnardóttir, mamma hans Friðriks Arnars, formaður
Alma Sigríður Þórólfsdóttir, mamma þeirra Kristrúnar Kötlu og Heklu Kristínar, varaformaður
Númi Stefánsson, pabbi hennar Emblu Rutar, gjaldkeri
Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, mamma þeirra Öglu Rakelar og Alexíu Eirar, ritari
Bjarni Þór Guðmundsson, pabbi hans Birnis Óskars
Jóhanna Ester Guðmundsdóttir, mamma þeirra Guðmunds Arnars og Patriks Þórs
Anna Nidia G Tulinius, mamma þeirra Daníellu Rósar og Díönu Ísabellu
Áheyrnafulltrúi í skólanefnd
Hafrún Helga Arnardóttir