Rannsóknir sýna að ávinningur af foreldrasamvinnu og góðu samstarfi heimila og skóla leiðir til betri líðan barna, betri námsárangurs og minna brotthvarfs úr skóla þegar líður á skólagöngu barnsins. Samstarf foreldra og skóla eflir ekki bara og styrkir sjálfsmynd barna og unglinga heldur getur haft víðtæk áhrif á mannlíf og hverfisvitund fólks.
Það er ljóst að góð foreldrasamvinna og samstarf heimila og skóla hefur því mikil forvarnaráhrif.
Virkir foreldrar - betri skóli. Hér má kynna sér foreldrahandbók Álfaborgar:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Handbaekur/foreldrahandbok-alfaborgar-2023.pdf
Hér er svo notendahandbók fyrir Karellen, ætluð aðstandendum barnanna:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Fraedsla/handbok-fyrir-adstandendur.pdf
Þegar barn hefur skólagöngu sína verða foreldrarnir sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi. Foreldrafélög eru frjáls félagasamtök og starfa eftir eigin lögum. Með öflugri þátttöku foreldra og forráðamanna í skólastarfi verður lýðræðið virkara og þess vegna hvetjum við foreldra og aðstandendur barna til að taka þátt í störfum foreldrafélags Valsárskóla og kynna sér starfsemi þess í skólabyrjun.
Í stjórn foreldrafélags Álfaborgar skólaárið 2022-2023 eru:
Alma Sigríður Þórólfsdóttir, mamma þeirra Kristrúnar Kötlu og Berglindar Heru, formaður
Ingþór Björnsson, pabbi þeirra Nökkva Rafns og Sölva Hrafns, varaformaður
Andri Már Þórhallsson, pabbi hans Baltasars Alex, gjaldkeri
Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, mamma þeirra Öglu Rakelar og Alexíu Eirar, ritari
Jóhanna Ester Guðmundsdóttir, mamma þeirra Guðmundar Arnars og Patriks Þórs
Rakel Þorgilsdóttir, mamma hans Úlfs Ares
Elísabet Sif Haraldsdóttir, mamma hans Alexanders Loka
Áheyrnafulltrúi í skólanefnd
Hafrún Helga Arnardóttir