Foreldrafélag Álfaborgar

Rannsóknir sýna að ávinningur af foreldrasamvinnu og góðu samstarfi heimila og skóla leiðir til betri líðan barna, betri námsárangurs og minna brotthvarfs úr skóla þegar líður á skólagöngu barnsins. Samstarf foreldra er grasrótarstarf og eflir ekki bara og styrkir sjálfsmynd barna og unglinga heldur getur haft víðtæk áhrif á mannlíf og hverfisvitund fólks. Með tímanum gárast áhrif þess ekki bara út í nánasta samfélag skólans heldur þjóðlífið allt. Með aukinni vitundarvakninu meðal foreldra um þau áhrif sem samstarfið getur haft til dæmis á stefnumótun, eykst ábyrgð þeirra hvað þetta varðar.

Það er ljóst að góð foreldrasamvinna og samstarf heimila og skóla hefur því mikil forvarnaráhrif.

Virkir foreldrar - betri skóli. Hér má kynna sér foreldrahandbók Álfaborgar:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Fraedsla/alfaborg-foreldrahandbok-2019.pdf

Hér er svo notendahandbók fyrir Mentor, ætluð aðstandendum barnanna:
https://skolar.svalbardsstrond.is/static/files/Fraedsla/handbok-fyrir-adstandendur.pdf

Þegar barn hefur skólagöngu sína verða foreldrarnir sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi. Foreldrafélög eru frjáls félagasamtök og starfa eftir eigin lögum. Með öflugri þátttöku foreldra og forráðamanna í skólastarfi verður lýðræðið virkara og þess vegna hvetjum við foreldra og aðstandendur barna til að taka þátt í störfum foreldrafélags Valsárskóla og kynna sér starfsemi þess í skólabyrjun.

Í stjórn foreldrafélags Álfaborgar eru:

Birgir Ingason, formaður
Kristján Árnason, varaformaður
Sigríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Anna Louise Júlíusdóttir, Gjaldkeri
Telma Aradóttir, Ritari

Fannar Freyr Magnússon, varamaður
Íris Axelsdóttir, varamaður

Áheyrnafulltrúi í skólanefnd
Laufey Oddný Jónmundsdóttir