Reglur um snjalltæki

Mikilvægt er að nemendur læri að nota tækin sín á ábyrgan og uppbyggilegan hátt, sér og öðrum til gagns og gamans.

Ef nemendur vilja koma með síma, snjalltæki eða tónhlöður í skólann verður að vera tryggt að tækin séu notuð í samráði við kennara og trufli aldrei nám og kennslu. Taka þarf tillit til friðhelgi einkalífs nemenda og starfsmanna og eignaréttar og réttar skóla til að skapa nemendum góð skilyrði til náms.

Með þessu móti er nemendum gefið ákveðið frelsi og þurfa þess vegna að virða fyrirmæli kennara og þá reglu að nota snjalltæki ekki í matsal. Mikilvægt er að bæði foreldrar og kennarar taki umræðu um notkun snjalltækja og þær reglur sem um þau gilda reglulega.

Ef nemendur fara ekki eftir þessum reglum eru þeir minntir á reglur og ef ábendingum er ekki sinnt eru þeir beðnir um að afhenda tækið. Tækið er geymt hjá skólastjóra og nemandi fær það í lok dags. Ef nemandi vill ekki afhenda tækið og geyma hjá skólastjóra er haft samband við foreldra.