Símenntunaráætlun Álfaborgar verður birt hér innan skamms
Valsárskóli
Samkvæmt kjarasamningi kennara sinna kennarar endurmenntun utan síns hefðbunda vinnutíma, 102 klst. Endurmenntunarnámskeið á vinnutíma telja ekki upp í þessar stundir nema þau leiði til þess að kennari verði að vinna undirbúning kennslu eftir hefðbundinn vinnudag. Annað starfsfólk fær a.m.k. 16 tíma til endurmenntunar á ári.
Starfsfólki er skylt að taka þátt í þeirri símenntun sem er samkvæmt símenntunaráætlun skólans, á vinnutíma og þeim að kostaðarlausu. Að öðru leiti bera allir starfsmenn ábyrgð á eigin símenntun, koma óskum sínum á framfæri við skólastjóra sem tekur saman þörfina og setur það sem við á um alla starfsmenn eða kennara inn í símenntunaráætlun skólans. Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á að skrá eigin símenntun. Skólastjóri veitir svigrúm, aðstoð og stuðning til að starfsfólk geti sótt þá símenntun sem það óskar sér til að styrkja sig og efla starfi.
Símenntunaráætlun hvers árs verður mótuð á hverju vori fyrir næsta skólaár út frá áherslum skólastarfsins og þörfum starfsmanna. Sem dæmi um verkefni sem tengjast áherslum skólastarfsins og gætu verið viðfangsefni næstu árin eru fjölbreyttir kennsluhættir, námsmat, góð samskipti, hugarfar vaxtar, þemakennsla og samþætting, notkun Mentor, nemendalýðræði, líðan og árangur nemenda, þrautseigja og skólanámskrá. Hér á eftir má sjá grófa áætlun til þriggja ára:
|
2021-2022
|
2022-2023
|
2023-2024
|
Allir starfsmenn
|
-
Fræðsludagur með SAM-skólunum á haustdögum
-
Skyndihjálp á haustdögum
-
Uppbyggingastefnan að hausti eða starfsdegi að vetri
-
Barnvænt samfélag á starfsdegi
-
Eldvarnarnámskeið á starfsdegi
|
|
|
Kennarar
|
-
Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)
-
Læsi (reglulegir fundir í skóla um BL og LFL)
-
Stærðfræðiþróunarstarf í framhaldi af stærðfræðileiðtoganámi
-
Hugarfrelsi
|
-
Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)
-
Læsi - starfsþróun
-
Stærðfræðiþróunarstarf (halda við stærðfræðileiðtoga og fá Zankov nám fyrir yngsta stig)
|
-
Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)
-
Læsi - starfsþróun
-
Stærðfræðiþróunarstarf (stærðfræðileiðtogi og Zankov)
|