Sí- og endurmenntunaráætlun

Símenntunaráætlun Álfaborgar verður birt hér innan skamms

Valsárskóli

Símenntun á skólaárinu 2021-2022

 1. Fræðsla á vegum SAM skólanna á Grenivík 16. ágúst.
       Vinnuvernd - aðrir en kennarar
       Ingi Hrannar sérfræðingur MMS um hæfnimiðað nám - kennarar
       Kvíði barna og unglinga - allir starfsmenn

 2. Uppbyggingarstefnan, uppeldi til ábyrgðar 17. ágúst - allir starfsmenn Álfaborgar og Valsárskóla.

 3. Skyndihjálp, bóklegt námskeið í nóvember 2021.

 4. Skyndihjálp verklegt námskeið 3. janúar 2022.

Kennarar í Valsárskóla hafa lokið stórum verkefnum í byrjendalæsi, læsi fyrir lífið og stærðfræðileiðtoganámi. Starfsþróun mun felast í að vinna áfram með þau verkfæri og faglegt samstarf. Auk þess mun starfsþróun vera næstu tvö ár er varðar umbótaáætlun í kjölfar ytra mats Menntamálastofnunar. 

Valsárskóli

Símenntun á skólaárinu 2020-2021

 1. Fræðsla frá barnavernd og verkefnastjóra barnvæns samfélags 18. ágúst fyrir allt starfsfólk. Áhersla á verklag vegna gruns um vanrækslu, ofbeldi eða áhættuhegðun.

 2. Fræðsludagur kennara með SAM- skólunum á Þelamörk 19. ágúst 2020. Áhersla á hagnýta vinnu og samstarf um námsmarkmið og hæfniviðmið námskrár.  Var í fjarfundi.

 3. Fræðsludagur um barnvænt samfélag í Valsárskóla fyrir alla starfsmenn 21. ágúst. Fræðsla á vegum Unicef en sveitarfélagið var að gerast barnvænt sveitarfélag og starfsfólk og nemendur skólans eru þátttakendur í því verkefni. 

 4. Þróunarstarf í Læsi fyrir lífið á vegum MSHA fyrir alla kennara. Hefur staðið til tveggja ára og við erum núna á þriðja ári. Fyrir áramót kemur ráðgjafi frá MSHA 8. og 29. september og 3. nóvember. Einnig þrisvar eftir áramót, ótímasett. Eftir áramót vinna kennarar einnig á fjórum millifundum þar sem þeir m.a. ígrunda leiðir, deila hugmyndum, styrkja sig í vinnu með verkfæri og endurskoða námsvísa útfrá áherslum LFL og BL. 

 5. UTÍS - ráðstefna á haustdögum sem fjórir kennarar sóttu, var í fjarfundi.

 6. 2. - 6. nóvember fræðsla á vegum samtakanna ´78.

 7. Í skólanum eru núna tveir kennarar í stærðfræðileiðtoganámi frá HÍ og MSHA, á fyrsta ári af tveimur. Þeir sækja sex fundi frá MSHA og vinna með kennurum í sínum heimaskólum að því að þróa stærðfræðikennslu í skólanum og efla þannig námssamfélagið. Leiðtogar hitta kennarana tíu sinnum á skólaárinu og unnið er eftir ákveðnu ferli þróunarhrings í þróunarstarfinu.

 8. Byrjendalæsi, þrír kennarar eru á öðru ári í byrjendalæsisnámi í MSHA sem þýðir að þeir fara heilan dag á námskeið fyrir skólabyrjun og svo á fimm smiðjur yfir árið. Milli skipta vinna þeir að ákveðnum verkefnum. Leiðtogi er í skólanum og fylgir námi þeirra eftir með vettvangsheimsóknum og ráðgjafasamtölum

 9. Menntasmiðjur eru haldnar á vegum Eymennt varðandi tölvur og tæknimál, ein haldin á haustönn og önnur á vorönn. Þeir kennarar sem hafa áhuga sækja þessar smiðjur að eigin vali. 

 10.  Fræðsla um forvarnir gegn kynferðislegu áreiti gegn börnum er áætlað á starfsdegi 4. janúar 2021 fyrir allt starfsfólk.

 11. Skólastjórar leik- og grunnskóla er í leiðsögn frá MSHA varðandi sameiginlega stjórnun þessa tveggja skólastiga. Fundað er reglulega og unnið með verkaskiptingu, samráð, stefnumótun og fleira. Starfendarannsókn er að hefjast með það að markmiði að efla stjórnendur í starfi, námi - og kennslu til framdráttar. Áhersla verður á innra mat og umbótaáætlun.  

Sí- og endurmenntunaráætlun Valsárskóla

Samkvæmt kjarasamningi kennara sinna kennarar endurmenntun utan síns hefðbunda vinnutíma, 102 klst. Endurmenntunarnámskeið á vinnutíma telja ekki upp í þessar stundir nema þau leiði til þess að kennari verði að vinna undirbúning kennslu eftir hefðbundinn vinnudag. Annað starfsfólk fær a.m.k. 16 tíma til endurmenntunar á ári. 

Starfsfólki er skylt að taka þátt í þeirri símenntun sem er samkvæmt símenntunaráætlun skólans, á vinnutíma og þeim að kostaðarlausu. Að öðru leiti bera allir starfsmenn ábyrgð á eigin símenntun, koma óskum sínum á framfæri við skólastjóra sem tekur saman þörfina og setur það sem við á um alla starfsmenn eða kennara inn í símenntunaráætlun skólans. Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á að skrá eigin símenntun. Skólastjóri veitir svigrúm, aðstoð og stuðning til að starfsfólk geti sótt þá símenntun sem það óskar sér til að styrkja sig og efla starfi. 

Símenntunaráætlun hvers árs verður mótuð á hverju vori fyrir næsta skólaár út frá áherslum skólastarfsins og þörfum starfsmanna. Sem dæmi um verkefni sem tengjast áherslum skólastarfsins og gætu verið viðfangsefni næstu árin eru fjölbreyttir kennsluhættir, námsmat, góð samskipti, hugarfar vaxtar, þemakennsla og samþætting, notkun Mentor, nemendalýðræði, líðan og árangur nemenda, þrautseigja og skólanámskrá. Hér á eftir má sjá grófa áætlun til þriggja ára:

 

 

2021-2022

2022-2023

2023-2024

Allir starfsmenn

 • Fræðsludagur með SAM-skólunum á haustdögum

 • Skyndihjálp á haustdögum

 • Uppbyggingastefnan að hausti eða starfsdegi að vetri

 • Barnvænt samfélag á starfsdegi

 • Eldvarnarnámskeið á starfsdegi

 • Fræðsludagur með SAM-skólunum á haustdögum

 • Skíðagöngunámskeið

 • Námsferð erlendis að vori með Huglind

 • Fræðsludagur með SAM-skólunum á haustdögum (í Valsárskóla)

 • Skíðagöngunámskeið

 • Fræðsla um nytjaræktun

 • Vinnuvernd

 • Skyndihjálp á haustdögum
Kennarar

 • Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)

 • Læsi (reglulegir fundir í skóla um BL og LFL)

 • Stærðfræðiþróunarstarf í framhaldi af stærðfræðileiðtoganámi

 • Hugarfrelsi

 • Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)

 • Læsi - starfsþróun

 • Stærðfræðiþróunarstarf (halda við stærðfræðileiðtoga og fá Zankov nám fyrir yngsta stig)

 • Upplýsingatækni í skólastarfi (Utís, Menntabúðir og reglulegir fundir í skóla)

 • Læsi - starfsþróun

 • Stærðfræðiþróunarstarf (stærðfræðileiðtogi og Zankov)