Skyndihjálparnámskeið fyrir alla starfsmenn er haldið annað hvert ár, var síðast vor 2022.
Á starfsmannafundi í ágúst ár hvert er farið yfir öryggisáætlun s.s. rýmingaráætlun, viðbrögð við slysum og áföllum, viðbrögð við jarðskjálftum og slysavarnir. Í lok fundar ganga allir saman hring um bygginguna og skoða og rifja upp hvar neyðarútgangar eru, glöggva sig á merkingum og staðsetningu slökkvibúnaðar. Öryggistrúnaðarmaður og umsjónarmaður fasteigna stjórna.
Á starfsmannafundi í ágúst ár hvert er farið yfir aðgerðaráætlun gegn einelti, áreitni í starfsmannahópnum eða annarrar ótilhlýðilegrar hegðunar, starfsmanna- stefnu Svalbarðsstrandarhrepps og jafnréttisáætlun.
Skyndihjálparnámskeið er haldið annað hvert ár. Auk þess var námskeið um notkun slökkvibúnaðar í haust 2023.
Öryggistrúnaðarmaður, umsjónarmaður fasteigna og skólastjóri funda ár hvert í lok skólaárs eða á starfsdögum í júní og fara yfir áætlanir og skipuleggja fræðslu á haustdögum fyrir starfsmenn.
Öryggistrúnaðarmaður fara yfir helstu atriði á starfsmannafundi í janúar ár hvert.
Nemendur fá fræðslu um helstu öryggismál í skólanum á bekkjarfundum/lífsleikni í september ár hvert. Mikilvægt er að rifja upp helstu atriði reglulega og jafnvel bjóða eldri nemendum upp á skyndihjálparnámskeið í samráði við nemendaráð skólans.
Skólareglur eru til þess gerðar að auka öryggi nemenda í skólatíma.