Áföll

Dauðsfall eða alvarlegt slys starfsmanns

Það sem skólastjóri gerir:

    • Fá staðfestingu á andláti/slysi. 

    • Kalla til áfallateymi og ákveða fyrstu viðbrögð skólans í samráði við ættingja starfsmannsins.

    • Tilkynna starfsfólki um atburðinn og hvernig skólinn hyggst taka á málum.

    • Hringja í foreldra nemenda sem tengjast starfsmanninum mest.

    • Tilkynna nemendum um atburðinn inni í bekkjum.

Dauðsfall eða alvarlegt slys nemenda

Það sem skólastjóri gerir er:

    • Fær staðfestingu á andláti hjá foreldrum, lögreglu eða sjúkrastofnun.

    • Kallar til áfallateymi og umsjónarkennara viðkomandi nemanda. Áfallateymi heldur fund þar sem fólk skiptir með sér verkum og ákveður fyrstu viðbrögð skólans.

Fyrstu viðbrögð geta verið eftirfarandi:

    • Hver á að tilkynna andlát nemanda.

    • Hvernig og hvar á að tilkynna andlátið.

    • Hringja í foreldra nemenda sem tengjast viðkomandi og senda svo tölvupóst.

    • Kalla starfsfólk saman/hringja í það og tilkynna hvað gerst hefur og kynna fyrstu viðbrögð skólans.

    • Ávallt skal bera aðgerðir skólans undir viðkomandi foreldra og forráðamenn.

  • Fundur með áfallateymi í lok dags og næsti fundur ákveðinn síðar eins oft og þörf  krefur næstu daga til að fara yfir stöðu mála og gera áætlanir um áframhaldandi vinnu.

  • Sjá um að kveðja berist frá skólanum. Ákveða hver skrifar minningargrein fyrir hönd skólans. Flagga í hálfa stöng daginn sem jarðarförin fer fram.

  • Eiga lista yfir bækur sem gott er að lesa fyrir börn í sorg. (sjá hér hér að neðan)

  • Áfallateymi semur í sameiningu texta sem stuðst er við í samtölum og í bréfum.

  • Mikilvægt að styðja vel við umsjónarkennara nemandans þannig að honum finnist hann ekki standa einn.

Dauðsfall eða alvarlegt slys nánustu aðstandenda nemanda

  • Fá staðfestingu á andláti.

  • Tilkynna atburðinn starfsfólki sem hefur með viðkomandi nemanda að gera.

  • Fundur með áfallateymi og umsjónarkennara þar sem viðbrögð skólans eru ákveðin. Þau geta verið eftirfarandi: Tilkynna viðkomandi bekk um andlátið, skólastjóri og umsjónarkennari fara með blóm eða samúðargjöf heim til viðkomandi nemanda, (samúðarkveðja er stíluð á nemandann sjálfan), ákveða hvernig skuli tekið á móti nemanda þegar hann kemur aftur í skólann.

  • Ávallt skal gæta þess að hafa samráð við ættingja um aðgerðir skólans.

  • Vinna í bekk viðkomandi nemanda.

  • Gera bekknum grein fyrir því sem gerst hefur.

  • Bekkurinn sendi kveðju til viðkomandi nemanda, yngri börn geta til t.d. tjáð sig með teikningum, eldri nemendur geta skrifað kveðjuljóð o.s.frv. Æskilegt er að kennari fari í heimsókn með kveðjurnar frá bekknum og afhendi barninu þær.

  • Undirbúa bekkjarfélaga nemandans undir það hvernig bekkurinn tekur á móti nemandanum þegar hann kemur aftur í skólann. Hvetja nemendur til að sýna tillitssemi.

  • Ræða við nemandann áður en hann kemur í skólann aftur og hlusta eftir því hvernig honum líður og hvort og þá hverju hann kvíðir. Sumir vilja koma eins og ekkert hafi í skorist en aðrir vilja gjarnan að kennarinn segi nokkur orð og enn aðrir vilja segja frá reynslu sinni.

  • Hlúa þarf að nemandanum á eftir. Þar er umsjónarkennarinn í aðalhlutverki, þar sem hann þekkir nemandann best. Oft getur verið gott að fá utanaðkomandi aðstoð fyrir nemandann. Spyrjið um líðan nemandans og fjölskyldunnar ekki bara fyrstu dagana eða vikurnar heldur næstu mánuði á eftir. Ekki er óalgengt að hegðun og námserfiðleikar barna stafi af sorg sem þau hafa orðið fyrir jafnvel þótt langur tími sé liðinn.

  • Ágætt er fyrir kennara að hafa í huga að oft geti verið gott að ráðleggja börnum að heimsækja hjúkrunarfræðing skólans og/eða tengilið farsældar.

Hlutverk starfsmanna sem stuðningsaðila í sorg

  • Sýna barni í sorg umburðarlyndi.

  • Viðurkenna breytta hegðun barnsins og vita að breytingin getur varað í langan tíma.

  • Skilja að barn afneitar oft tilfinningum eins og sársauka, bælir þær niður og oft líður langur tími áður en barn fær útrás fyrir tilfinningar sínar.

  • Eitt af einkennum sorgarinnar eru einbeitingarörðugleikar.

  • Styðja barnið innan hópsins eins og frekast er unnt. Varast samt að ofvernda barnið þannig að það einangrist ekki frá félögum sínum.

  • Styðja einnig vini syrgjandans.

  • Aðstoða barnið og vini þess við að vinna úr tilfinningum sínum t.d. með sameiginlegu verkefni bekkjarins.

Bækur sem til eru á bóksafni skólans 

  • Biblían

  • Börn og sorg.  Höf. Sigurður Pálsson

  • Og svo varð afi draugur. Höf. Aakeson, Kim

  • Sálmabók

  • Sorg barna. Höf. Bragi Skúlason.

  • Það má ekki vera satt. Höf. Guðrún Alda Harðardóttir

Aðrar bækur og rit sem mælt er með

  • Áföll í nemendahópnum – Sorgin hefur mörg andlit

  • Börn og bænir.  Höf. Sigurð Pálsson

  • Lalli laufblað – Bragi Skúlason

  • Sálrænn stuðningur í skólatofunni (rit frá rauðakrossinum)

  • Hvað í veröldinn gerir maður þegar einhver deyr? Höf. Trevor Romain

  • Fleiri bækur er að finna, einnig er mikið til af rafrænu efni og ritgerðum sem gerðar hafa verið um þetta efni.

Langvarandi veikindi

Þegar alvarleg veikindi koma upp á heimili nemanda verður nemandi oft fyrir áfalli sem brýst út í allskonar viðbrögðum t.d. óöryggi, hræðslu eða reiði. Mikilvægt er því að einhver fullorðinn tali um vandann við börn sjúklinga og sé reiðubúinn að svara spurningum sem hugsanlega vakna. Það eykur skilning barnanna á aðstæðum og hlífir þeim hugsanlega við óþarfa kvíða og vanlíðan.

Starfsfólk þarf að vera á varðbergi gagnvart breytingum á hegðun barns og ræða þá við foreldra.

Ef viðkomandi er foreldri nemanda skólans þarf kennari að fá upplýsingar um sjúkdóm foreldris og hvenær það er á sjúkrahúsi o.s.frv. Kennari þarf að geta svarað spurningum nemanda um viðkomandi sjúkdóm. Kennari þarf að ráðfæra sig við foreldra um hvernig skuli tala við barnið og hve mikið skuli segja því. Einnig hvort tala skuli um ástandið við vini barnsins eða bekkjarfélaga. Stálpuð börn eiga að fá að vera með í ráðum hvort og hvernig bekkjarsystkinum sé sagt frá. Oft gefur góða raun að kennarinn komi í heimsókn og ræði þessi mál við fjölskylduna, sama gildir um alvarleg veikindi systkina nemanda. Ágætt er fyrir kennara að hafa í huga að oft geti verið gott að ráðleggja börnum að heimsækja hjúkrunarfræðing og/eða iðjuþjálfa skólans til að ræða líðan og viðbrögð.

Nóvember 2020