Mötuneytið

Hollur matur stuðlar að góðri heilsu.

Vel nærð börn eiga betra með að einbeita sér, mataræði getur haft áhrif bæði á námsgetu og hegðun. Börn verja miklum hluta dagsins í skólanum eða á skólasvæðinu og því er mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Mataræði nemenda er því einn af lykilþáttum í starfi skólans. Í Álfaborg er gjaldfrjáls hádegismatur en í  Valsárskóla er einnig gjaldfrjáls hafragrautur í morgunmat. Báðir skólar eru hnetulausir skólar vegna bráðaofnæmis. 

Morgunverður

Morgunverður er í boði alla daga og á borðum er hafragrautur, slátur, ávextir, lýsi, rúsínur, kanill og mjólk. Ekki er því nauðsynlegt að senda börn með nesti en ef það er gert er æskilegt að hafa það innan manneldismarkmiða um morgunverð.

Í leikskólanum er boðið upp á hafragraut, Cheerios og kodda alla morgna nema á föstudögum en þá er boðið upp á ristað brauð auk morgunkorns.

Hádegismatur

Hádegismatur er í boði alla daga. Matráður skólans setur saman matseðil fyrir hvern mánuð. Fiskur er 2x í viku, kjötmeti 2x í viku og léttmeti er 1x í viku.