Skiptar skoðanir eru um heimanám og finnst sumum það nauðsynlegt meðan öðrum finnst það íþyngjandi. Heimanám í Valsárskóla er ekki umfangsmikið en ætlast er til þess að nemendur lesi reglulega og undirbúi sig fyrir ákveðnar kennslustundir og námsmat. Meginhluti náms fer fram í skólanum en gott getur verið að fá ráðrúm til að æfa sig og læra í næði heima.
Markmið með heimanámi í Valsárskóla er að nemendur:
-
þjálfi sig til að ná betri árangri t.d. í læsi
-
efli sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi sem er t.d. undirbúningur fyrir frekara nám
-
rifji upp og æfi sig t.d. fyrir námsmat
-
undirbúi sig fyrir kennslustundir þannig að þeir geti t.d. tekið þátt í samræðum
-
temji sér að ígrunda efni og leita leiða til að nálgast upplýsingar á fjölbreyttan hátt
-
efla samvinnu milli heimilis og skóla og skapa tækifæri til samveru þannig að foreldrar geti fylgst með námi barna sinna
-
að vinna upp nám t.d. vegna veikinda eða leyfa
Mikilvægt er að heimanám sé skýrt og afmarkað og aldrei þannig að nemendur lendi í vandræðum með að vinna það eða undirbúa það sem ætlast er til.
Hlutverk skóla
|
Hlutverk kennara
|
Hlutverk nemenda
|
Hlutverk foreldra
|
|
-
Að setja nemendum fyrir hóflegt heimanám með skýrum markmiðum.
-
Að birta heimanám á skýran hátt þannig að foreldrar viti til hvers er ætlast t.d. á Mentor og/eða í föstudagspóstum.
-
Að vera í sambandi og samráði við foreldra ef heimanám skilar sér ekki.
-
Láta nemendur fá viðeigandi gögn s.s. upplýsingar um hvaða efni er til prófs.
-
Að sýna og útskýra hvernig gott er að læra heima og hvernig vinnubrögð séu æskileg.
-
Sýna aðstæðum nemenda skilning og leita leiða til að mæta þörfum.
|
-
Að taka viðeigandi gögn með sér heim þegar og ef heimanám á að vinna.
-
Að vinna heimanám og láta vita ef heimanám er of mikið, lítið eða nýtist ekki á jákvæðan hátt.
|
-
Að fylgjast með til hvers er ætlast.
-
Að styðja við heimanám barnsins með því að sýna verkefnum og æfingum áhuga.
-
Að láta vita ef heimanám er íþyngjandi fyrir barnið og/eða veldur óviðunandi streitu á heimilinu.
-
Leita ráða hjá kennara ef heimanám gengur illa og er of krefjandi fyrir barnið eða skilar ekki árangri.
-
Draga ekki úr barninu t.d. með því að tala neikvætt um námið, til hvers er ætlast eða árangur barnsins.
|
Hægt er að lesa um heimanám í Aðalnámskrá grunnskóla á bls. 71