Skiptar skoðanir eru um heimanám og finnst sumum það nauðsynlegt meðan öðrum finnst það íþyngjandi. Heimanám í Valsárskóla er ekki umfangsmikið en ætlast er til þess að nemendur lesi reglulega og undirbúi sig fyrir ákveðnar kennslustundir og námsmat. Meginhluti náms fer fram í skólanum en gott getur verið að fá ráðrúm til að æfa sig og læra í næði heima.
Markmið með heimanámi í Valsárskóla er að nemendur:
þjálfi sig til að ná betri árangri t.d. í læsi
efli sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi sem er t.d. undirbúningur fyrir frekara nám
rifji upp og æfi sig t.d. fyrir námsmat
undirbúi sig fyrir kennslustundir þannig að þeir geti t.d. tekið þátt í samræðum
temji sér að ígrunda efni og leita leiða til að nálgast upplýsingar á fjölbreyttan hátt
efla samvinnu milli heimilis og skóla og skapa tækifæri til samveru þannig að foreldrar geti fylgst með námi barna sinna
að vinna upp nám t.d. vegna veikinda eða leyfa
Mikilvægt er að heimanám sé skýrt og afmarkað og aldrei þannig að nemendur lendi í vandræðum með að vinna það eða undirbúa það sem ætlast er til.
Hlutverk skóla |
Hlutverk kennara |
Hlutverk nemenda |
Hlutverk foreldra |
|
|
|
|
Hægt er að lesa um heimanám í Aðalnámskrá grunnskóla á bls. 71