Aðlögun í leikskóla

Í upphafi tengjast börn fjölskyldum sínum föstum böndum. Þegar í leikskóla er komið er afar mikilvægt að tengsl barnanna séu jákvæð strax í upphafi, til þess að svo sé þarf að gefa barninu góðan tíma til að aðlagst leikskólanum, daglegum venjum hans og siðum. Markmið aðlögunar er að barnið öðlist traust á starfsfólki skólans og að barn og foreldrar fái jákvæða mynd af leikskólanum og því starfi sem þar er unnið. Miklu skiptir að samstaða og jákvæðni skapist milli foreldra og starfsfólks í upphafi leikskólagöngu barnsins.