Einelti er endurtekin ámælisverð háttsemi af hálfu eins eða fleiri saman, þ.e. hegðun, athöfn eða athafnaleysi, sem er til þess fallin að meiða, niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna, ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Þetta á m.a. við um skilaboð eða aðrar upplýsingar sem miðlað er í síma eða með rafrænum hætti. Hér er þó almennt ekki átt við samskipti eða skoðanaskipti milli jafningja
Einelti birtist í mörgum myndum, það getur verið:
Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis.
Stríðni er aftur á móti athöfn eða hegðun sem ekki er ætlað að meiða eða niðurlægja og er ekki endurtekin heldur afmarkað tilfelli. Sá sem stríðir tekur ekki fyrir einn aðila heldur eiga það allir á hættu að „lenda“ í honum. Ef einn og sami aðilinn „lendir“ í sífellu í stríðni sama eða sömu aðila er það ekki stríðni lengur heldur einelti, enda geti þolandinn ekki varist og er ekki á jafningjagrundvelli í samskiptunum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um þessa skilgreiningu og vilja meina að stríðni sé einnig einelti.
Hlutverk starfsfólks skiptir öllu máli, bæði hvað varðar viðhorf, framkomu og viðbrögð við einelti/ofbeldi. Starfsfólk skal ávallt vera vakandi fyrir samskiptum barnanna því einelti byrjar oft í smáum og duldum atvikum sem geta vaxið ef ekki er brugðist fljótt við þeim.
Ef grunur leikur á eða staðfesting liggur fyrir að einelti eigi sér stað er það skýr stefna skólans að tekið sé á málinu strax. Grun um einelti ber að tilkynna með formlegum hætti í tölvupósti eða í samtali þar sem allt er skráð. Nauðsynlegt er að vitneskja um einelti berist til umsjónarkennara eða stjórnenda skólans. Umsjónarkennari og/eða sá starfsmaður sem fær vitneskju um einelti skal taka á málinu strax. Umsjónarkennari byrjar á að hafa samband við skólastjóra sem kallar saman nemendaverndarráð. Nemendaverndarráð hefur samráð um viðbrögð og aðgerðir. Einnig er hægt að senda inn tilkynningu í gegnum hnapp á heimasíðu skólans.
Eineltismál eru mismunandi og fer vinna hvers máls eftir eðli þess. Meta þarf hvort um aðstæður sé að ræða þar sem hætta er á ferðum. Alltaf skal rannsaka málið.
Ef ljóst er að einelti hefur átt sér stað þarf að skipuleggja einstaklingsbundin viðtöl við þolanda, geranda og forráðamenn. Í öllum tilvikum er geranda gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum leitast við að eineltinu ljúki.
Vinnulag í eineltismálum
náist ekki sátt innan sveitarfélagsins má vísa málinu til fagráðs eineltismála https://mms.is/fagrad-eineltismala-i-grunn-og-framhaldsskolum-0
Öll eineltismál, hvort sem um grun eða staðfestingu er að ræða, eru skráð niður. Skráningin er liður í að hafa yfirsýn yfir eðli og umfang eineltismála í skólanum. Mikilvægt er að ljúka vinnu allra mála í samráði við forráðamenn.
Vakin er athygli á reglum um eineltismál: Reglur um verklag eineltismála.
Vakin er athygli á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum: gegneinelti.is
Við skilgreiningu á einelti er stuðst við:
Hjördís Árnadóttir. „Hvað er einelti?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2014. Sótt 19. nóvember 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=24842
Uppfært í nóvember 2020