Áætlunin byggir á handbók um öryggi í grunnskólum frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum
Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
Mikilvægt er að sá sem kemur fyrstur á slysstað taki yfir stjórnina, hafi hann til þess bæra þekkingu. Auk þess þarf hann að:
• Meta ástand þess slasaða út frá sinni kunnáttu í skyndihjálp.
• Afla upplýsinga frá hinum slasaða eða vitnum.
• Meta hvort hringja á í Neyðarlínu 112.
• Veita skyndihjálp.
• Meta hvort þörf sé á aðstoð annarra starfsmanna.
Fjögur skref skyndihjálpar
• Tryggja öryggi og koma þannig í veg fyrir frekari slys.
• Meta ástand hins slasaða til að greina hvort um lífshættulegt ástand er að ræða eða ekki. Aðstæður á vettvangi og umkvartanir slasaðra gefa strax góða mynd af ástandinu.
• Kalla til hjálp, hringja í Neyðarlínuna 112.
• Veita viðeigandi skyndihjálp á rólegan og yfirvegaðan hátt.
Greiningarstig áverka
Lægsta stig: Minniháttar skrámur og skurðir sem ekki þarfnast meðferðar á heilsugæslustöð eða áslysadeild. Sár sem starfsmaður má meðhöndla og setja á einfaldar umbúðir.
Dæmi: grunnt klór, kæling á kúlu, skolun á sandi úr auga.
Miðstig: Áverki sem starfsmaður metur að þarfnist meðferðar á heilsugæslustöð eða slysadeild. Áverkinn er þess eðlis að foreldrar/forráðamenn geta farið með barnið á heilsugæslustöð, til tannlæknis eða á slysadeild. Dæmi: handleggsbrot, skurðir sem þarf að sauma, tannáverkar, heilahristingur. Þó þessir áverkar þarfnist ekki sjúkrabíls 112 í fyrstu geta þeir breyst í alvarlegt stig ef ástand barns versnar skyndilega. Það þarf starfsmaður að geta metið strax og hringt í Neyðarlínuna 112.
Alvarlegt stig: Áverkar sem falla undir þetta eru t.d. stórir brunar, meðvitundarleysi vegna höfuðáverka eða annarra hluta, fótbrot/lærbrot, aðskotahlutur í öndunarvegi, hjarta og öndunarstopp. Mikilvægt er að starfsmenn bregðist fumlaust við og meti alvarleika ástandsins strax, virki viðbragðsáætlun, hefji viðeigandi skyndihjálparmeðferð og hringi strax í Neyðarlínuna 112.
Hringt á sjúkrabíl og sjúkrakassi sóttur
• Ef hringja þarf á sjúkrabíl er best að fá einhvern nærstaddan til þess svo ekki þurfi að yfirgefa barnið, það veitir því öryggi.
• Í þeim tilfellum þar sem ástandið er lífshættulegt (hjarta- og öndunarstopp, meðvitundarleysi eða köfnun) og enginn nærstaddur verður starfsmaður sjálfur að hringja í Neyðarlínuna 112.
• Mikilvægt er að sá sem hringir geti gefið allar upplýsingar, H-in 3 (Hvar? Hver? Hvað?).
• Ef nauðsynlegt er að nota gögn úr sjúkrakassa má biðja þann sem fór í símann að taka hann með á bakaleiðinni. Ef það þolir ekki bið er mikilvægt að annar nærstaddur sé sendur að ná í sjúkrakassann.
Hvernig á að hringja í Neyðarlínuna - 112
Mikilvægt er að sá sem hringir í 112 gefi þeim sem svarar yfirlit yfir ástandið á fyrstu 30 sekúndum samtalsins en það eru
H-in þrjú:
H - HVAR VARÐ SLYSIÐ? NAFN SKÓLANS, HEIMILISFANG OG NÁKVÆMARISTAÐSETNING Á BARNI (mikilvægt er að taka fram ef barnið er úti á lóð og þá hvar,sérstaklega þar sem lóðir eru stórar).
H - HVER ER ÞAÐ SEM HRINGIR? Kynna sig með fullu nafni og taka strax fram að verið sé að hringja úr skóla.
H-HVAÐ KOM FYRIR? ALDUR OG KYN, HVER ER LÍÐAN VIÐKOMANDI
(dæmi: Hinn slasaði heitir Jón Jónsson og er 10 ára, hann féll úr rólu og er mögulega fótbrotinn).