Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun vegna eldsvoða

Viðbragðsaðilar: Skólastjóri/húsvörður/ritari/staðgengill skólastjóra/matráður

  • Þegar brunaboði fer að stað skal ALLTAF bregðast við. Þá fara allir í viðbragðsstöðu og hefja rýmingu og stöðva ekki rýmingu nema boð komi frá viðbragðsaðila um annað.

  • Viðbragðsaðilar fara að stjórntöflu kerfis  hvor í sínu húsi og kanna hvaðan brunaboðið kemur. Stöðva hljóðgjafa og meta ástand. Ræsa kerfið aftur ef raunveruleg hætta er í gangi og aðstoðar við rýmingu. Viðbragðsaðilar ákveða hver gegnir hvaða hlutverki og aðstoðar við rýmingu.

  • Rýmingarstjóri fer í gult vesti og hefur samskipti við slökkvilið og veitir upplýsingar um stöðuna þegar slökkvilið kemur á staðinn. Hann er einnig í samskiptum við viðbragðsaðila frá Valsárskóla og Álfaborg.

  • Viðbragðsaðilar í báðum skólum taka með sér nafnalista sem er við brunaboða og fer á söfnunarsvæðið sem er út á sparkvelli hjá Valsárskóla og við útiskúr í Álfaborg og kanna hvort allir, starfsfólk og nemendur, hafi skilað sér.

  • Kennarar koma nemendum í röð í sinni stofu, taka með sér nafnalista og fara stystu leið út samkvæmt rýmingarmynd í kennslustofu.

  • Kennari er síðastur í röðinni og er búinn að þjálfa tvo nemendur til að leiða hópinn í rýmingu. 

  • EF leið er lokuð vegna elds eða reyks skal fara lengri leið sem fær er eða út um neyðarútgang sem er í hverri stofu fyrir sig. Ef norðurstigi er tepptur þarf að fara niður suðurstiga og öfugt. Eldvarnarhurðir lokast sjálfkrafa ef eldur/reykur kemur upp. Ef hópur á 2. hæð kemst ekki út skal hann bíða í kennslustofu eða út á svölum eftir aðstoð slökkviliðs.

  • Aðrir kennarar og starfsfólk aðstoða við rýmingu og taka að sér að fara fremstir í bekkjum ef þeir eru til staðar. 

  • Viðbragðsaðili tvö og þrjú kanna snyrtingar og opin rými auk annars starfsfólks sem er á lausu og fer stystu leið út með þá nemendur sem þar eru.

  • Safnsvæði er á sparkvelli austan við skólahúsið Valsárskóla. Nemendur raða sér í raðir eftir bekkjardeildum úti á sparkvelli þannig að yngstu bekkir eru syðst og elstu nyrst. Ef reyk leggur yfir sparkvöll er vara safnsvæði á grasinu við ærslabelg og raða yngstu bekkir vestast og elstu næst húsi. 

  • Safnsvæði Álfaborgar er austan við skólann við skúr í stóra garði, hvor deild fyrir sig, og varasafnsvæði er í litla garði  við Hreiður vestan við leikskólann. 

  • Kennari stendur fremst og lyftir upp rauðu spjaldi ef vantar nemenda í hópinn og grænu ef allir eru mættir þannig að auðvelt sé fyrir viðbragðsaðila 1 að sjá hvort allir séu öruggir. Kennari er fremstur með sína röð/hóp þangað til fyrirmæli hafa verið gefin um að öruggt sé að fara inn. 

  • Þegar skóli er rýmdur skal loka dyrum en EKKI má læsa.

  • Viðbragðsaðili tvö kemur skilaboðum til viðbragðsaðila eitt um hvaða nemendur og starfsfólk er fjarverandi. 

  • Stuðningsfulltrúar, ritari og aðrir starfsmenn tryggja að engir nemendur fari af rýmingarsvæði og inn í húsið fyrr en rýmingarstjóri eða varðstjóri hefur gefið fyrirmæli um það.