Forvarnarstarf er hluti af daglegu starfi hvers grunnskóla. Valsárskóli vill stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Innan skólans er því lögð áhersla á eftirfarandi:
Að efla sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda.
Að fá nemendur til að taka ábyrga afstöðu og ákvarðanir varðandi lífsstíl.
Að stuðla að heilbrigðu og jákvæðu viðhorfi til eigin lífs.
Að stuðla að fræðslu um leiðir til heilbrigðs lífs.
Að hafa til taks upplýsingar um forvarnir.
Að hafa gott samstarf við aðila utan og innan skólans.
Að fyrirbyggja neyslu skaðlegra vímuefna.
Ýmis konar forvarnarstarf á sér stað í skólanum jafnt og þétt. Bekkjarfundir eru vikulega í öllum árgöngum með það að markmiði að m.a. efla samskiptahæfni, sjálfsþekkingu og sjálfstraust nemenda. Stefna skólans, skólareglur og allt starf Valsárskóla miðast við hugmyndafræði uppbyggingastefnu sem leggur áherslu á forvarnir og uppbyggileg samtöl fremur en umbun og refsingar.
Náms- og starfsráðgjafi auk hjúkrunarfræðings vinna með umsjónarkennurum að forvörnum og fræðslu auk þess sem skólareglur eru skýrar hvað varðar jákvæð samskipti og jákvæða hegðun.
Fylgst er með ástundun nemenda og foreldrar látnir vita ef ástundun verður ábótavant. Alltaf er unnið með foreldrum og nemendum til að efla nemendur og leita lausna til að bæta ástundun.
Meðal viðfangsefna er:
Næring og svefn
Geðheilbrigði og uppbyggileg samskipti
Kynheilbrigði og kynhegðun
Skjánotkun og samfélagsmiðlar
Andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi
Fíkn
Áhættuhegðun og sjálfsskaði
Áfengi, vímuefni, reykingar, nikótínpúðar og veip
febrúar 2021