Talþjálfun

Brynja Dögg Hermannsdóttir, M.S. talmeinafræðingur, heimsækir leik- og grunnskólann að jafnaði einu sinni í mánuði.  Hún sinnir greiningu, ráðgjöf og þjálfun vegna framburðarfrávika, stams, frávika í málskilningi og máltjáningu og vegna erfiðleika við að borða og meðhöndla mat.  Ef foreldrar óska eftir athugun á ofantöldu, setja þeir sig í samband við skólastjóra/deildarstjóra eða umsjónarkennara til að fá senda tilvísun til talmeinafræðings.  Hvort þjálfunar sé þörf fer eftir niðurstöðum prófana.  Foreldrum er velkomið að hafa samband ef einhverjar spurningar eru í netfangið: brynjahermannsdottir@gmail.com.

Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ

Forsendur fyrir greiðsluþátttöku SÍ í talþjálfun er að fyrir liggi sjúkdómsgreining frá lækni og skrifleg þjálfunarbeiðni frá talmeinafræðingi sem starfar samkvæmt rammasamningi við SÍ.

Áður en þjálfun hefst þarf að liggja fyrir beiðni læknis um talþjálfun. Þá beiðni skal afhenda talmeinafræðingi sem sér um að senda beiðnina til SÍ. Sé beiðni samþykkt fær hinn sjúkratryggði 15 skipti í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili. Talmeinafræðingur þarf að sækja sérstaklega um heimild til SÍ til meðferða umfram 15 skipti sé þess þörf. SÍ greiðir talþjálfun fyrir börn, 18 ára og yngri, að fullu.

Greiðsluþátttaka SÍ fer eftir gildandi reglugerð um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og gefin er út af velferðarráðuneyti.