Vinaborg - frístund

Vinaborg er heilsdagsvistun Valsárskóla. Þar eiga börn í 1.-4. bekk kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern til kl. 16:15.

Vinaborg er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og fylgir heildarstefnu skólans. Vinaborg er staðsett á efstu hæð skólans í stofu sem heitir Pollur. 

Skrá þarf börn í Frístund með samtali við starfsmann, þá þarf að tilgreina hvaða daga og tíma á að nota. Óski foreldrar eftir breytingu á dvalartíma barnsins, sækja þeir um hana skriflega hjá forstöðumanni frístundar,

Í Vinaborg er fjölbreytt starf sem tekur mið af áhuga barnanna hverju sinni svo og aðstæðum í skólanum. Í hverjum mánuði er gert mánaðarskipulag þar sem hægt er að fylgjast með hvað á að gera í hverjum mánuði. Dagskipulag Vinaborgar er eftirfarandi:

 

Ef um breyttan áður skráðan tíma er að ræða er hægt að senda börnin með skrifleg skilaboð t.d. að fá að fara fyrr heim eða heim með vini.  Leyfi til þess þurfa að koma frá foreldrum.

Reikningar fyrir Vinaborg eru greiddir eftir á. Þeir miðast við skráningu barnanna og er ekki dregið frá þótt börnin séu í leyfi eða veik hluta mánaðarins. Systkini fá 25% afslátt. Það gildir einnig ef börnin eiga yngri systkini í leikskólanum eða hjá dagmæðrum sem skráðar eru hjá Svalbarðsstrandarhreppi, þá fær eldra barnið afslátt í Vinaborg. Þriðja systkinið í gæslu fær 50% afslátt.

Þá daga sem ekki er grunnskóli er ekki starfsemi í Vinaborg.