Hagnýtar upplýsingar

Foreldrahandbók gunnskóladeildar     Foreldrahandbók tónlistardeildar

Afmæli
Þegar barn á afmæli, má það koma með veitingar í skólann sem allir gæða sér á saman. (Við sleppum gosdrykkjum og miklu sælgæti).

Ábyrgð á fjármunum og persónulegum eigum
Nemendur bera sjálfir ábyrgð á fjármunum og persónulegum eigum sínum í skólanum. Nemendur eiga ekki að koma með peninga í skólann að óþörfu og eiga ekki að skilja verðmæti eftir í fötum sínum á göngum eða í búningsklefum.
Það er á ábyrgð foreldra/forráðamanna að merkja vel allan fatnað. Merktur fatnaður skilar sér best. 

Nemendur og forráðamenn þeirra eru ábyrgir fyrir því tjóni sem nemendur kunna að valda á eigum skólans, starfsfólks eða skólafélaga sinna. 

Ábyrgð nemenda á eigin námi
Nemendur bera ábyrgð á námi sínu með stuðningi kennara og foreldra og allt samstarf er því mikilvægt og stuðlar að metnaði nemenda til að stunda nám sitt af alúð.

Lestur er hornsteinn alls nám og þess vegna er lögð rík áhersla á lestur í heimanámi á öllum stigum grunnskólans. Almennt er ekki gert ráðfyrir öðru heimanámi nema við sérstakar aðstæður.

Foreldrakaffi / Ömmu og afakaffi
Tvisvar á ári þ.e. að vori og í byrjun desember, bjóða börnin foreldum sínum og öðrum sem vilja koma í kaffi og meðlæti. Foreldrar fá tækifæri til að kynna sér það sem verið er að vinna með hverju sinni og verk barnanna eru sett upp til sýningar. Ömmu og afakaffi er einu sinni á ári og bjóðum við þá afa og ömmu formlega í kaffi, þ.e. að öllu jöfnu í fyrri hluta októbermánaðar.

Forföll nemenda
Ef nemandi Valsárskóla þarf leyfi getur umsjóknarkennari gefið leyfi í einn eða tvo daga. Leyfi í 3 daga eða lengur skal sækja um til skólastjóra á eyðublaði.

Eyðublað til að sækja um leyfi fyrir nemanda í grunnskóladeild í fleiri en tvo daga (PDF). 

Eyðblað til að sækja um leyfi fyrir nemanda grunnskóladeild í fleiri en tvo daga (word) - hægt að skrifa í og senda í tölvupósti.

Forföll í tónlistadeild þarf ekki að tilkynna ef búið er að tilkynna forföll í skólanum en forföll í skólaakstri þarf að tilkynna í síma 8580777.

Heimsóknir eftir skóla
Þegar nemendur fara í heimsóknir hver til annars eftir skóla, þurfa þeir að vera búnir að fá leyfi hjá foreldrum áður en þeir koma í skólann. Einnig þarf að kanna hvort pláss sé í skólabíl.

Lyfjagjafir í skólanum
Í tilmælum frá landlækni um lyfjagjafir í grunnskólum frá maí 1999 kemur meðal annars fram að foreldrum/forráðamönnum ber að afhenda hjúkrunarfræðingum þau lyf sem börn og unglingar eiga að fá í skólanum. Börn og unglingar eiga aldrei vera sendiboðar með lyf.  Sjá nánari upplýsingar á síðu landlæknis.

Foreldrar/forráðamenn þeirra barna og unglinga sem þurfa að taka lyf á skólatíma eru vinsamlega beðnir að hafa samband við hjúkrunarfræðinga skólans til skrafs og ráðagerða um hvernig best verði komið til móts við þessi tilmæli.

Matmálstímar
Í Valsárskóla er boðið upp á graut og ávexti frá kl. 9:05-9:15 og hádegismat kl. 11.35. Nemendur í frístund fá sídegishressingu kl. 14.30.

Meðferð námsgagna
Skólinn lætur í té öll námsgögn sem nemendur þurfa að nota við nám sitt. Þeir taka ábyrgði á því og eiga að gæta þess eins og sjáldurs augna sinna. 

–Nemendur og forráðamenn þeirra eru ábyrgir fyrir því tjóni sem nemendur kunna að valda á eigum skólans.

Notkun snalltækja 
Snjalltæki bjóða upp á margar nýjungar í skólastarfi og geta verið gagnleg verkfæri fyrir bæði nemendur og kennara. Á sama tíma geta þessi tæki haft truflandi áhrif í skólum. Sumir skólar bregðast við slíkri hegðun með því að taka tækin af nemendum. Aðrir skólar hafa safnað saman öllum símum í upphafi kennslustundar, til að fyrirbyggja truflun.

Öll börn eiga rétt á menntun við hæfi. Er það því mikilvægt að kennarar geti haldið uppi aga í kennslustundum og tryggt nemendum þann vinnufrið sem þeir þurfa.  Í samræmi við það er tekið fram í lögum að nemendur eigi að fara eftir fyrirmælum kennara og starfsfólks. Þá eiga allir skólar að setja sér skólareglur og hafa þeir nokkuð svigrúm um inntak slíkra reglna. Þó er ljóst að reglurnar þurfa að vera skýrar og afdráttarlausar og í samræmi við lög og réttindi barna. 

Í Álfaborg/Valsárskóla er litið svo á að ákjósanlegasti kosturinn er að nemendur læri að nota tækin sín á ábyrgan og uppbyggilegan hátt, sér og öðrum til gagns og gamans. Því hefur verið ákveðið að ræða ítarlega við nemendur um notkun snjalltækja í upphafi skólaárs. Ef nemendur vilja koma með síma, snjalltæki eða tónhlöður í skólann þurfa þau að skrifa undir samning um síma, snjalltæki og tónhlöður. Í samningnum er tekið tillit til friðhelgi einkalífs nemenda, eignaréttar og réttar skóla til að skapa nemendum góð skilyrði til náms. Samningur um notkun snjalltækja.

Opnun skóla
Valsárskóli er opinn frá kl. 7.45. Starfsmaður tekur á móti börnunum og annast gæslu þar til skólastarf hefst kl. 8:05.

Óveður eða ófærð
Ef veður er tvísýnt metur skólabílstjóri það í samráði við foreldra/forráðamenn hvort hann skuli sækja börnin. Foreldrar/forráðamenn annarra barna verða að meta hvort þau eigi að fara.

Ef veður er svo slæmt að það þurfi að fella niður kennslu í grunnskólanum er foreldrum/forráðamönnum sent sms í skráða farsíma fyrir klukkan 7:15. Eins verður sett inn tilkynning á facebooksíðu skólans og tölvupóstur sendur ef hægt er.

Símtöl
Nemendur Valsárskóla geta fengið að hringja á kennarastofu skólans og foreldrar geta jafnframt komið boðum til barna sinna með því að hringja í aðalnúmer skólans.

Slys / Óhapp
Í stórum barnahópi geta alltaf orðið óhöpp eða slys. Ef slíkt kemur fyrir höfum við strax samband við foreldra / forráðamenn eða hringjum á sjúkrabíl. Athygli er vakin á því að Svalbarðsstrandarhreppur greiðir kostnað vegna fyrstu ferðar á slysadeild ef um slys eða læknisheimsókn er að ræða á leikskólatíma.

Skólahjúkrunarfræðingur veitir fyrstu hjálp þegar alvarlegri slys verða í skólanum og er starfsfólki skólans til stuðnings og ráðgjafar þegar upp koma veikindi og slys hjá nemendum, á þeim tíma sem hjúkrunarfræðingur er við störf.

Þurfi nemandi að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar/forráðamenn fara með barninu. Því er mikilvægt að skólinn hafi öll símanúmer þar sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins.

Veikindi
Í skólanum er ekki aðstaða til að sinna sjúkum börnum. Veik börn eru viðkvæm og vansæl og þess vegna eiga þau ekki að koma í skólann þegar þau eru lasin. Nemandi á að vera hitalaust heima í a.m.k. 1- 2 sólarhringa. Þegar barnið kemur í skólann er ætlast til að það geti tekið þátt í hinu daglega starfi. Í undantekningartilvikum getur barn fengið að vera inni í einn dag. Ef þörf er á fleiri innidögum vegna einhverra sérstakra tilfella eru foreldrar beðnir að hafa samband við skólastjóra. Vegna ofnæmis, asma eða annarra sjúkdóma eru foreldrar beðnir um að skila inn vottorði. 

Útivist / klæðnaður
Nemendur skulu fara út í frímínútur daglega. Kennsla fer stundum fram utan dyra, ýmist á skólalóð eða í næsta nágrenni. Brýnt er að nemendur klæði sig eftir veðri hverju sinni þannig að þeir geti notið útivistarinnar í leik og námi. Æskilegt er að nemendur í 1.-4. bekk séu með aukasett af fötum í skólanum.