Okkur langar til að vekja athygli á muninum á leyfi og forföllum nemenda í grunnskólanum.
Leyfi
Það er skólaskylda í grunnskólum á Íslandi en foreldrar geta óskað eftir leyfi fyrir börn sín. Þegar það á við um stakar kennslustundir er hægt að hringja á skrifstofu skólans eða vera í sambandi við umsjónarkennara. Ef þarf að óska eftir leyfi í einn til tvo daga nægir að fá leyfi hjá umsjónarkennara. Ef um lengra leyfi er að ræða þarf að sækja um það til skólastjóra. Þá þarf einnig að huga að því hvaða áhrif fríið hefur á nám barnsins og æskilegt að heyra í umsjónarkennara um hvernig námi verði sinnt í leyfinu. Gott er að skoða skóladagatal skólans og reyna eftir fremsta megni að nýta haust- og vetrarfrí og önnur frí til ferðalaga.
Veikindi
Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi eins fljótt og hægt er og eru foreldrar beðnir um að láta vita fyrir hvern dag sem nemandinn er veikur. Hægt er að hringja í skólann 464-5510 á morgnana eða skrá veikindi á mentor.is. Hringt er heim ef nemendur eru ekki mættir kl. 8.15 - 8:30.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.