Þriðjudaginn 5. mars ætlum við að hafa útivistardag uppi í Hlíðarfjalli fyrir alla nemendur Valsárskóla ásamt Grenivíkurskóla og e.t.v. fleirum.
Nemendur mæta á hefðbundnum tíma og áætlað er að rútan fari frá skólanum kl. 8:30-8:40 og þá verðum við tilbúin að skíða þegar lyfturnar opna kl. 9:00.
Skólinn leigir skíði/bretti fyrir þá nemendur í 3.-10. bekk sem foreldrar óska eftir í könnun sem er hér að neðan.
Þeir sem yngri eru, eru vanir að fara á skíði og eiga sinn eigin útbúnað geta skíðað í brekkunum. Aðrir verða að koma með sleða eða þotur og leika sér í brekkunum eða rölta um svæðið. Allir sem ætla að renna sér, hvort sem er á skíðum eða sleða verða að vera með hjálm í fjallinu.
Allir fá morgunmat áður en lagt er af stað og frá 11:00-12:00 fá nemendur veitingar upp í fjalli. Ekki verður annar hádegismatur í skólanum þennan dag. Yngri nemendur koma seinna heim þennan dag þar sem við notum lyfturnar til 13:00 og leggjum svo af stað heim. Skólabíll fer á hefðbundnum tíma eða 14:10.
Ef eldri nemendur ætla að fá að verða eftir í fjallinu þurfa foreldrar að láta umsjónarkennara vita af því. Ekki er alveg ljóst hvort nemendur sem skólinn leigir búnað fyrir geta haft hann eftir 13:00 án gjalds. Foreldrar sem hafa tækifæri til eru velkomnir en þurfa að sjá um eigin búnað.
Mjög mikilvægt er að allir svari könnun sem fylgir með þannig við við vitum hvað við þurfum af búnaði og kortum í fjallið.
https://forms.gle/kEWGKv9PKG2gLasS6
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.