Eins og flestir vita þá stendur yfir vinna vegna framkvæmda við gatnagerð vestan við skólalóð Valsárskóla. Búið er að brýnt fyrir nemendum að fara alls ekki út af skólalóðinni á skólatíma og forðast tæki, skurði og annað sem gæti talist hættulegt. Það er mikilvægt að börn leiki sér ekki á svæðinu þegar vinna er í gangi og fari með gát þegar þau ganga í og úr skóla.
Hér í Valsárskóla hefur safnast nokkuð mikið upp af óskiladóti, bæði, föt, skór og fleira. Á samtalsdegi var dótið lagt fram á borð og eitthvað komst til skila. Dótið verður núna sett í poka og geymt til 4. mars. Eftir það verður farið með það í Rauða krossinn eða Hjálpræðisherinn. Ef þið saknið einhvers er um að geta að koma við og skoða í pokann fyrir sem fyrst.