Sumarkveðjur úr Valsárskóla og myndir frá Safnasafnsdeginum

Í dag vorum við með árlegan Safnasafnsdag í Valsárskóla. Nemendur unnu í blönduðum hópum þvert á aldur. Dagurinn var ánægjulegur og var verkefni dagsins ,,Skreytum skrjóðinn”. Verkefni fólst í því að skreyta bíl með ýmsu móti.  Nemendur völdu sér efnivið og bjuggu til úr honum litla skúlptúra sem verða í framhaldinu límdir á bílinn. Unnið var með notað efni s.s. víra, plast, leikföng, áldósir, gamla myndaramma og fleira. Þannig var dagurinn helgaður uppvinnslu og endurnýtingu. Einnig var málað munstur og myndir beint á bílinn. Það verður spennandi þegar bílinn verður afhjúpaður 8. maí fyrir okkur í Valsárskóla og svo verður hægt að skoða hann á Safnasafninu í allt sumar. Hér eru myndir frá vinnu dagsins.  

Á morgun er frídagur og á föstudaginn er starfsdagur í Valsárskóla og allir nemendur í fríi. Vinaborg er opin fyrir skráða nemendur.