Skóladagatal og fleira í Valsárskóla

20. mars fengu allir nemendur plastað skóladagatal, til að fara með heim, fyrir næsta skólaár. Við reiknum með einu dagatali á heimili og tók yngsta systkini eintak. Auðvelt er að hafa samband við okkur ef það glatast og ef þið viljið annað t.d. þar sem barn er með dreifða búsetu.  

Á dagatalinu er hægt að sjá hvernig skólinn starfar á næsta skólaári, s.s. skólasetning, skólaslit og frí. Á bakhliðinni eru skýringar á ákveðnum dögum og yfirlit yfir hvernig Vinaborg starfar. Við hvetjum ykkur til að varðveita skóladagatalið og nota það t.d. til að skipuleggja frí og ferðalög. 

Páskafrí Valsárskóla verður frá 25. mars til 1. apríl. Skólinn hefst að því loknu þriðjudaginn 2. apríl. 

Við óskum ykkur öllum gleðilegar páska, með kveðju frá Valsárskóla