Fréttir & tilkynningar

22.11.2025

Grafið í leikskólanum

Í vikunni voru Nesbræður að grafa á leikskólalóðinni. Leikskólabörnin voru mjög áhugasöm og fylgdust mjög vel með verkinu. Mikið var rætt um af hverju þeir væru að grafa og voru sumir á því að verið væri að leita að sjóræningjafjársjóði. En á föstudag var búið að flagga sjóræningafána við leikskólann áður en litlir og stórir sjóræningjar tóku að streyma að. Dagurinn fór svo í það að leika sér með fjársjóðina sem voru í fjársjóðskistum á deildunum.
14.11.2025

Dagur leikskólans

Á sunnudaginn næsta er dagur leikskólans og af því tilefni var dagskrá á sal í Valsársskóla þar sem Krummar stigu á stokk með 1 og 2 bekk og voru með söngatriði. Þetta var svo fallegt og flott hjá þeim og þau stóðu sig mjög vel. Krummar voru fyrstir ...
13.11.2025

Upplýsingar til foreldra og forráðamanna í Valsárskóla um landsfyrirlagnir stöðu- og framvinduprófa í mars 2026

Í mars verða lögð fyrir stöðu- og framvindupróf fyrir nemendur í 4.–10. bekk á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Ekki hefur verið samræmt námsmat í íslenskum grunnskólum í nokkur ár fyrir utan Lesferil sem hefur verið skráður þrisvar á hverju...