Gleði


Í Álfaborg og Valsárskóla ríkir gleðin í daglegu amstri, jafnt í vinnu sem leik. Gleðin endurspeglast í samskiptum sem einkennast af vinskap, umburðarlyndi og friðsemd.

Við leggjum okkur fram um að vera jákvæð gagnvart verkefnum og horfa á björtu hliðarnar.

Við höfum alltaf val um hvernig við ætlum að takast á við aðstæður og hvaða viðhorf við tileinkum okkur til annarra.

Við höfum gleðina að leiðarljósi en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að aðstæður eru misjafnar og við ólík - öll getum við átt erfiðan dag.