Metnaður


Í Álfaborg og Valsárskóla leggjum við áherslu á að allir geri ávallt sitt besta og séu virkir í námi og starfi.

Markið er sett hátt og við höfum trú hvert á öðru.

Við styðjum við eðlislæga forvitni og uppgötvunarnám, við erum víðsýn í vali á náms- og kennsluaðferðum.

Nemendur og starfsfólk styðja hvert annað til að allir nái góðum árangri. Lögð er áhersla á framfarir í samræmi við eigin forsendur. Við þurfum ekki að vera best en við gerum ávallt okkar besta.