Nú líður að samtalsdegi og vetrarfríi í Valsárskóla:
16. febrúar - samtalsdagur í Valsárskóla og nemendur mæta með foreldrum
17. febrúar - starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi
18. febrúar - öskudagur og vetrarfrí
19. febrúar - vetrarfrí
20. febrúar - vetrarfrí
Umsjónarkennarar opna fyrir bókanir á samtals tímum á föstudag 30. janúar eða mánudaginn 2. febrúar fyrir foreldra og nemendur í Mentor. Ef enginn tími er hentugur er auðvelt að hafa samband við umsjónarkennara og finna annan tíma.
Ef þið viljið samtal við skólastjóra er alltaf er hægt að hringja eða senda tölvupóst á skólastjóra og/eða fá samtal.
Vinaborg
Vinaborg verður opin alla dagana og er hægt að skrá nemendur í 1. - 4. bekk í rafrænt skráningarform. Það form fór á heimilin í gær. Hægt er að vera heila daga og hluta úr degi.
Heimasíða Valsárskóla
Að gefnu tilefni viljum við benda ykkur á heimasíðu Valsárskóla. Þar eru töluvert af upplýsingum um skólann t.d. starfsáætlun sem inniheldur gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og mánaðarskipulag sem sýnir ýmislegt s.s. viðburði sem nemendur standa fyrir.
Skólabílinn
Að gefnu tilefni viljum við upplýsa ykkur um að skólabíll Valsárskóla mun loka fyrir umferð til og frá Álfaborg og Valsárskóla í stutta stund á hverjum morgni rétt um kl. 8:00. Vegna þess þurfa foreldrar sem eru að koma með börn í Álfaborg og/eða Valsárskóla að hinkra á meðan nemendur fara úr bílnum og á gangbraut. Þetta er gert með öryggi nemenda, sem eru í skólaakstri, í huga. Við vonum að foreldar sem koma akandi að skólunum, sýni þessu skilning.
Podsumowanie
16. Luty - wywiadówki w Valsárskóli, w którym biora udzial uczniowie wraz z rodzicami.
17. Luty - organizacyjny w Valsárskóli, uczniowie maja wolne.
18. Luty - Sroda Popielcowa oraz ferie zimowe
19. Luty - ferie zimowe
20. Luty - ferie zimowe