Jólaundirbúningur í Álfaborg

Kveikt á jólatrénu
Kveikt á jólatrénu

Það er heldur betur byrjað að styttast í jólin og allt er á fullu í Álfaborg í undirbúningi fyrir jólin. Nemendur fóru yfir í heimilisfræðistofuna í Valsárskóla og bökuðu jólasmákökur til þess að hafa í kaffinu í desember, jólaföndur er farið að birtast upp um alla veggi í leikskólanum og þau eru á fullu að klára jólagjafir sem þau ætla að gefa foreldrum sínum.

1. des hátíðin var á sínum stað og fóru þá nemendur ásamt starfsfólki að kveikja á jólatrénu fyrir utan Valsárskóla, elsti nemandi leikskólans fær að kveikja á ljósunum. Þau sungu síðan hástöfum jólalög og dönsuðu í kringum jólatréð, skemmtileg hefð sem kemur öllum í jólaskapið.