Afmæli Blær í Álfaborg

Í tilefni þess að Blær er 4 ára í Álfaborg héldum við í leikskólanum sameiginlega söngstund þar sem allir sungu saman afmælissönginn fyrir Blær og fleiri lög, börnin voru með sinn Blær á meðan. Mikil spenna var búin að vera hjá börnunum í vikunni fyrir því að halda upp á afmælið, flestir búnir að lita afmælismyndir af Blær og margir mættu í sparifötunum í tilefni dagsins. 

Blær er vináttuverkefni þar sem markmiðið er að fyrirbyggja einelti með því að móta góðan skólabrag, eiga góð samskipti og hafa jákvæð áhrif til allra í hópnum. Við kennum börnunum okkar að vera góður félagi og sýna vináttu, umhyggju virðingu og hugrekki. Öll börn í leikskólanum fá sinn eigin bangsa, Blæ, til að hafa í leikskólanum.

Lesa má nánar um Blær hér: 

https://barnaheill.is/forvarnir-einelti/