Fréttir

Grafið í leikskólanum

Í vikunni voru Nesbræður að grafa á leikskólalóðinni. Leikskólabörnin voru mjög áhugasöm og fylgdust mjög vel með verkinu. Mikið var rætt um af hverju þeir væru að grafa og voru sumir á því að verið væri að leita að sjóræningjafjársjóði. En á föstudag var búið að flagga sjóræningafána við leikskólann áður en litlir og stórir sjóræningjar tóku að streyma að. Dagurinn fór svo í það að leika sér með fjársjóðina sem voru í fjársjóðskistum á deildunum.
Lesa meira

Ömmu og afa kaffi og slökkviliðið í heimsókn í Álfaborg

Á föstudaginn buðu börnin í Álfaborg öfum og ömmum í kaffi. Fjölmargir gestir komu og þáðu kleinur og pizzasnúða ásamt kaffi og djús. Þetta var mjög skemmtileg stund og þökkum við öllum þeim fjölmörgu ömmum, öfum og staðgenglum þeirra fyrir komuna. Slökkviliðið kom síðasta þriðjudag til að hitta elsta árgang Álfaborgar, Krummahóp. Krummar fengu kynningu á slökkviliðinu og brunavörnum auk þess að horfa á stutta mynd um Björnis brunabangsa sem er stundum kallaður Bjössi brunabangsi á íslensku. Við fengum að sjá reykkafara í fullum skrúða með súrefnisgrímuna og allt. Sumum börnunum stóð ekki alveg á sama en þetta er einmitt gert til að þau verði síður hrædd ef þau þurfa björgun reykkafara einhvern tímann.
Lesa meira