Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi

Mat á skólastarfi er fastur þáttur í starfinu og er markmið þess að auka gæði skólastarfsins með velferð nemenda að leiðarljósi. Matið skiptist í innra- og ytra mat. 

Ytra mat

Reglulega er framkvæmt ytra mat á öllum grunnskólum á Íslandi á vegum Menntamálastofnunar. Ytra mat verður í Valsárskóla á vorönn 2021. Lögð verður áhersla á stjórnun, nám og kennslu og innra mat skólans. 

Nemendur í 4., 7. og 9. bekk taka samræmt könnunarpróf árlega og kennarar skrá árangur í lesfimi þrisvar sinnum á skólaárinu í Skólagátt. 

Áætlun um innra mat

Mat á skólastarfi er liður í lögbundnu eftirlitsstarfi skóla og skólayfirvalda sem hefur þann tilgang að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum. Á skólaárinu 2020 – 2021 er fjögurra ára áætlun tilbúin og lögð verður áhersla á að meta þætti skv. skólastefnu Svalbarðsstrandarhrepps og leiðbeiningum frá Menntamálastofnun. Hakað er við þætti sem metnir verða á núverandi skólaári. Innra mat skiptist niður í fimm hluta og eru áhersluatriði úr skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps dekkri. 

Á þessu skólaári verða sjö þættir metnir, sjá mynd hér að ofan.

Það verður lögð fyrir nemendur könnun sem heitir Skólapúls. Þannig fást gögn sem veita upplýsingar um marga þætti innra matsins s.s. skólabrag, líðan, nám og kennslu. Auk þess munu kennarar skila inn gögnum um inntak náms, árangur, metnað og framfarir í lok árs sem birtast í vorskýrslu skólans. Kennarar meta viðburði reglulega með úrbætur í huga. Unnið er úr gögnum sem við fáum frá MMS til að efla þá þætti sem niðurstöður sýna að þurfi að styrkja.

 Samþykkt umbótaáætlun vor 2021

 Ytra mat í Valsárskóla maí 2012

Ytra mat í Valsárskóla apríl 2021

 Vorskýrsla Valsárskóla 2020

Vorskýrsla Valsárskóla 2021

 

Skólapúls - niðurstöður desember 2020- nemendur

Skólapúls - niðurstöður í mars 2021 -foreldrar

 

Innra mat í Valsárskóla, áætlun til 2024