Grunnþættir menntunar

Samkvæmt aðalnámskrá leik- grunn- og framhaldsskóla frá árinu 2011 eru sex grunnþættir menntunar lagðir til grundvallar í öllu námi. Þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Samkvæmt skólastefnu Álfaborgar/Valsárskóla bætir skólinn við fjórum öðrum gildum en þau eru: Virkni (leiðtogahæfni), Jákvæð snerting, Umhyggja, Víðsýni. 

Í starfi Álfaborgar/Valsárskóla eru þeir hafðir að leiðarljósi í efnisvali og inntaki náms, kennslu og leiks. Grunnþættirnir eru settir fram til þess að leggja áherslu annars vegar á samfélagsleg og siðfræðileg markmið og hins vegar á markmið sem varða menntun hvers nemanda. Í skólastarfinu er því mikilvægt að skipuleggja starfið þannig að nemendur læri að tengja saman viðfangsefni og sjái þannig tilgang í því starfi sem fram fer í skólanum. Álfaborg/Valsárskóli starfar í anda uppeldis til ábyrðar sem fellur mjög vel að þessum áherslum.

Sá skilningur sem lagður er í hvert hugtak grunnþáttanna á að vera rúmur og lögð er áhersla á að þættirnir blandist hver öðrum og skólastarfinu öllu. Lögð er áhersla á að kennsla og starfshættir innan skólans fléttist saman við það viðhorf að markmið menntunar sé að gera nemendur sem hæfasta til að leysa hlutverk sín í samfélagi nútímans og framtíðar. Hlutverk kennara er að taka frumkvæði að breytingum á skólastarfi og stuðla að því að nemendur verði þar virkir þátttakendur.


 

Læsi

Með læsi í víðum skilningi er bæði átt við tæknina sem felst í því að kunna að lesa og skrifa texta. Læsi felur því í sér að nemandi geti fyrirstöðulaust nýtt sér þá miðla og upplýsingatækni sem völ er á í þjóðfélaginu hverju sinni og geti einnig lesið í umhverfi sitt og margvíslegar félagslegar aðstæður.

Læsi sem grunnþáttur menningar felur því í sér læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Þannig skal stefnt að því að nemendur öðlist hæfni til að skynja og skilja umhverfi sitt á gagnrýninn hátt og taka þátt í að móta það.

Í skólanum hafa lestur, ritun, tjáning og hlustun mikið vægi. Í leikskóla er lögð áhersla á að lesa fyrir börnin, veita þeim greiðan aðgang að lestrarefni, kynna fyrir þeim náttúrulæsi og tengja stærðfræðilæsi við daglegt líf þeirra. Í grunnskólanum heldur þjálfunin árfram.

Nemendur á báðum skólastigum fá þjálfun í öflun upplýsinga, greiningu á þeim, túlkun og miðlun. Á báðum skólastigum læra nemendur hugtök og lögð er áhersla á að notkun þeirra í réttu samhengi og yfirfærslu á ólík fyrirbæri í samfélaginu og umhverfinu.

Elstu börnin í leikskóla og yngstu í grunnskólaum læra samkvæmt hugmyndafræði Byrjendalæsis og er hugmyndafræði Leikur að læra fléttað inn í nám á öllum skólastigum. Nemendur 7. bekkjar taka árlega þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Allir nemendur eru hvattir til lestrar jafnt innan sem utan skólans auk þess sem ,,yndislestur“ skipar mikilvægan sess. Þá er aðferðin pör að læra saman (PALS) notuð til að auka lestur og lestrarfærni nemenda.

Læsi í víðum skilningi - bæklingur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu


 

Sjálfbærni

Í menntun til sjálfbærni felst vilji til að skapa samábyrgt samfélag þar sem sérhver einstaklingur er þroskaður sem virkur borgari, meðvitaður um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar. Í menntun til sjálfbærni felst hugmyndin um að við berum öll ábyrgð hvort á öðru og jörðin og náttúran í kringum okkur eru á ábyrgð okkar allra. Sjálfbærni snýst um umhverfið, ábyrgð, virðingu, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti í nútíma þjóðfélagi og gagnvart komandi kynslóðum.

Í Álfaborg/Valsárskóla eru nemendur hvattir til gagnrýninnar umfjöllunar um viðfangsefni. Þeir fá ýmis tækifæri til að vega og meta það námsefni sem verið er að fást við hverju sinni og draga ályktanir út frá því. Miðað er að því að gera nemendum kleift að takast á við viðfangsefni er lúta að samspili umhverfis og félagslegra þátta í þróun samfélags. Lögð er áhersla á að efla með nemendum siðferðisleg gildi, virðingu og gagnrýna hugsun varðandi hnattræn áhrif okkar og að nemendur geri sér grein fyrir að viðbrögð á heimaslóð skipti ekki síður máli en þátttaka á heimsvísu. Þessi fræðsla fer einnig fram í samfélagsgreinum, lífsleikni og í útiskóla. Nemendur skólans taka virkan þátt í verkefninu á grænni grein.

Menntun til sjálfbærni - bæklingur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


 

Heilbrigði og velferð

Skólar þurfa að leggja grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð nemenda til lífstíðar. Umhverfi skóla þarf að vera heilsueflandi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði hvers og eins. Nemendur þurfa markvisst hreyfiuppeldi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, að efla hreyfifærni og að hvetja nemendur almennt til hreyfingar. Mennta þarf nemendur og styðja þá þannig að þeir geti tekið upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í tengslum við eigið heilbrigði. Allir nemendur þurfa að fá tækifæri til að njóta styrkleika sinna. Með skýrum markmiðum skóla um líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði nemenda er stuðlað að jákvæðum skólabrag, bættum námsárangri og vellíðan nemenda.

Unnið er eftir sérstakri forvarnar- og heilsustefnu í Valsárskóla skv. áætlun um heilsueflandi skóla. Í skólanum er góð aðstaða til íþróttaiðkunar. Lögð er áhersla á reglubundna uppbyggilega forvarnarfræðslu. Skólinn er aðili að verkefninu heilsueflandi grunnskóli og er unnið skv. ráðleggingum landlæknisembættisins um næringu og hollustu í mötuneyti skólans,. Öflugt stoðkerfi og rík hefð fyrir teymisvinnu um málefni nemenda stuðlar að velferð hvers einstaklings. Nemendur fá reglubundna fræðslu um heilbrigði og velferð. Í skólanum starfar náms- og starfsráðgjafi sem nemendur geta leitað til með hugðarefni sín, tryggt er að náms- og starfsráðgjafi ræði við alla nemendur skólans á hverju skólaári. Í lífsleiknikennslu í öllum árgöngum er unnið að heilbrigði og velferð nemenda s.s. að eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar og góðra samskipta. Mikil áhersla er einnig lögð á góð samskipti heimila og skóla sem almennt stuðlar að velferð nemenda. 

Heilbrigði og velferð - bæklingur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Álfaborg/Valsárskóli er heilsueflandi grunnskóli. 

Í æsku er grunnurinn lagður að lífsvenjum fólks í framtíðinni. Börn og unglingar verja stórum hluta dagsins í grunnskólum landsins og eru þeir því afar mikilvægur vettvangur þegar kemur að heilbrigði og almennri velferð þessa hóps. Það endurspeglast glögglega í lögum um grunnskóla. 
„Allir nemendur eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan.“ 
„Í öllu skólastarfi skal stuðla að heilbrigðum lífsháttum og taka mið af persónugerð, þroska, hæfileikum, getu og áhugasviðum hvers og eins.“ 
Lög um grunnskóla (91/2008)

Hugmyndafræði heilsueflingar og þar með talið heilsueflandi skóla gengur út frá að heilsa sé afurð af samspili einstaklinga og þess umhverfis sem þeir búa í og taka þátt í að skapa. Þá er ekki aðeins átt við náttúrulegt umhverfi (t.d. veður, loftgæði, gróður) og manngert umhverfi (t.d. húsnæði, leikvelli og stíga) heldur einnig ríkjandi menningu og félagslegan stuðning, sem getur annaðhvort stuðlaðað eða grafið undan heilbrigði.

Í stað þess að ábyrgðin sé eingöngu lögð á herðar einstaklingum er ítrekað hversu mikilvægt er að nánasta umhverfi þeirra, í þessu tilfelli skólaumhverfið, bjóði upp á aðstæður þar sem holla valið (t.d. dagleg hreyfing, uppbyggileg samskipti og hollt mataræði) er auðvelda valið fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans.

Meginmarkmið heilsueflandi skóla er að skapa góðan skólabrag og hafa jákvæð áhrif á lífshætti, heilsu og almenna velferð barna á grunnskólaaldri. Til viðbótar við hreyfingu er horft til þátta eins og mataræðis, geðræktar og að sporna gegn ýmiss konar áhættuhegðun, s.s. tóbaksneyslu, áfengisneyslu og neyslu ólöglegra vímuefna. Lykillinn að árangri er að grunnskólar setji fram heildræna stefnu og aðgerðaáætlun um heilsueflingu í sínu starfi sem byggist á markvissum, uppbyggilegum og styðjandi samskiptum á milli nemenda, starfsfólks skóla, foreldra og grenndarsamfélagsins.


 

Lýðræði og mannréttindi

Gagnrýnin hugsun og ígrundun eru hornsteinn lýðræðis- og mannréttindamenntunar sem skólum landsins er ætlað að rækta skv.aðalnámskrá grunnskóla. Virðing fyrir mannréttindum, viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun. Skólar þurfa að mennta börn til að búa í lýðræðisþjóðfélagi svo og að iðka starfshætti sem byggja á lýðræði og mannréttindum í öllu skólastarfi. Skólasamfélagið allt þarf að finna til samábyrgðar, meðvitundar og virkni til að svo megi verða.

Í Álfaborg/Valsárskóla er markvisst unnið að því að fá einstaklinga og nemendahópa til að taka afstöðu til mála sem snerta nærumhverfi þeitta. Hver einstaklingur hefur möguleika á að taka þátt í mótun skólastarfsins með gagnrýninni og opinni samræðu. Bekkjarfundir eru haldnir reglubundið hjá öllum árgöngum og skólaþing eru einnig vettvangur þeirrar samræðu. Nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í mati á skólastarfinu, bæði með árlegum nemendakönnunum sem og tillögum til úrbóta sem lögð eru fram á skólaþingi. Í skólastarfinu er lögð áhersla á þjálfun lýðræðislegra vinnubragða, bæði í almennu námi og í félagsstörfum. Reynt er að höfða til áhuga nemenda og vilja þeirra til að taka virkan þátt í skólastarfinu og samfélaginu á jákvæðan hátt.

Lýðræði og mannréttindi. Bæklingur frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti. 


 

Jafnrétti

Þegar rætt er um jafnrétti í daglegu tali er oft átt við stöðu og jafnan rétt kvenna og karla – kynjajafnrétti. Hinsvegar er jafnréttishugtakið víðfeðmara og nær til mun fleiri þátta. Í aðalnámskrá eru nokkrir þeirra tilteknir en það eru aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni.

Hugtakið jafnrétti er líka nátengt hugtökunum mismunun og misrétti, jafnréttishugtakið gengur gegn mismunun. Jafnréttismenntun vísar til inntaks kennslu, kennsluhátta og námsumhverfis og áhersla skal lögð á umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkri menningu, þjóðerni, trúarbrögðum, lífsskoðunum, kynhneigð og fötlun.

Jafnrétti er grundvallarregla íslenskrar stjórnskipunar og tryggt í 65. grein stjórnarskrárinnar en þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“Öll viðfangsefni skólastarfs eiga að grundvallast á jafnræði og jafnrétti. Efla þarf skilning nemenda á stöðu kynjanna í nútíma þjóðfélagi og búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, hvort heldur sem er í einkalífi, fjölskyldulífi eða atvinnulífi.

Jafnrétti - Bæklingur frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 
Jafnréttisáætlun Álfaborgar/Valsárskóla.


 

Sköpun

Hvort er stærðfæði uppfinning eða uppgötvun? 

Um sköpun segir í aðalnámskrá grunnskóla: Nám á sér stað þegar nemandi vinnur með áreiti, tengir það fyrri þekkingu og skapar nýja. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og geta tengt það við raunverulegar aðstæður. Sköpun byggist á gagnrýnni hugsun og að geta farið út fyrir mengi hins þekkta og þar með aukið þekkingu sína og leikni. Sköpun sem grunnþáttur skal stuðla að ígrundun, persónulegu námi og frumkvæði í skólastarfi. Sköpun er grunnurinn hlut að því að horfa til framtíðar og móta sér framtíðarsýn, taka þátt í mótun lýðræðissamfélags og skapa sér

Í Álfaborg/Valsárskóla fléttast sköpun inn í allt nám nemenda. Fjölbreyttir kennsluhættir þar sem áhersla er lögð á hlutbundna vinnu, útinám og mismunandi útfærslur á verkefnaskilum hefur fest sig í sessi á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að í námslotunni  Jafnrétti -Lýðræði og sköpun sem er hluti af þemanámsverkefnum skólans er hugmyndaflugi og sköpunarkrafti nemenda gert hátt undir höfði. Nemendur velja sér verkefni sem þeir kynna sér frá sem flestum hliðum og kynna eftir eigin höfði í lokin. Þá er rík hefð fyrir byrjendalæsisverkefnum hjá yngri deildum skólans þar sem nemendur eiga stóran þátt í að skapa verkefnið og vinna á lýðræðislegan hátt.

Í kjölfar nýrrar aðalnámskrár er skólinn að móta sér skýrari stefnu um hvernig sköpun getur tengst inn í sem flestar námsgreinar og á öllum aldursstigum sem sést meðal annars í markmiðssetningu skólans. 

Á hverju ári taka allir nemendur skólans þátt í degi Safnasafnsins. Þá vinna nemendur listaverk sem eru á sumarsýningu Safnasafnsins. Þetta samstarf skólans og Safnasafnsins hefur staðið yfir í mörg ár við góðan orðstír. Unnið er út frá mismunandi þema á hverju ári. Álfaborg/Valsárskóli hefur verið í samstarfi við starfandi listamenn frá ýmsun löndum undanfarin ár. Listamennirnir koma í skólann og vinna með nemendum að listsköpun, nokkra daga í senn.

Sköpun - bæklingur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu


 

Leiðtogahæfni

Leiðtogahæfni sem byggst á sjálfsþekkingu og sjálfstjórn.
Uppeldisstefnan öll svo og meðferð agamála og einstaklingssamtöl miða að því að nemendur þekki þarfir sínar og tilfinningar og geti gert öðrum þær ljósar. Leitað er leiða til að koma hæfileikum nemenda í framkvæmd, með því að uppgvöta þá, finna út hvernig þeir geta nýst til góðs og að lokum koma þeim í framkvæmd.  

Að þekkja og skilja eigin tilfinningar, kunna góð samskipti, kunna að eignast og halda vinum, kunna að leysa ágreining á góðan hátt og þar fram eftir götunum. Þetta er færni sem ekki allir eiga auðvelt með en er alveg hægt að kenna. Við þyrftum að vera með námsefni á hverju einasta stigi en mikilvægt að þar sé notast við gagnreyndar aðferðir,

1.-2. bekkur - að þekkja eigin tilfinningar - setja orð á tilfinningar - þekkja þessar tilfinningar hjá öðrum. Að lifa sínar eigin tilfinningar - núvitund - að upplifa stað og stund.

3.-4. bekkur - Að læra að skynja og taka mark á eigin tilfinningum - að setja sín eigin mörk - unnið með tilfinningalegrar viðkvæmni og vanhæfni við að ráða við eða höndla erfiðar tilfinningar. TIlfinningar eru tilfinningar - hvorki góðar né slæmar.

5.-6. bekkur - kynferðisleg mörk - tilfinningar og kynferðisleg hegðun. Rétt og rangt - ólík reynsla einstaklinga. Að þola óöryggi og streitu.  Að auka þol við mótlæti og standast erfiðar tilfinningar. Vanlíðan er hluti af lífinu og ekki alltaf hægt að komast hjá því

7.-8. bekkur - samskipti - að stjórna reiði og hafa hemil á sjálfum sér - ræða hvernig einstaklingar bregðast oft mjög harkalega við af litlu áreiti eða tilefni og hvernig er unnt að ná jafnvægi á ný, Núvitund

9.-10. bekkur. Að horfast í augu við sjálfan sig með stolti og gleði. Rætt um erfiðar tilfinningar hvernig við göngumst við þeim og vinnum með þær. Berskjöldun - heiðarleiki - leiðtogahæfni. Mótsagnakennd reynsla. AÐ auka sjálfstraust með því að tjá tilfinningar sínar og hugsanir á viðeigandi hátt og standa með sjálfum sér.

 

Leiðtogasamfélagið er skólastefna sem bætir þremur þáttum við uppbyggingastefnuna. 

  • Við bætum við áherslu á að skólinn sé samfélag þar sem allir einstaklingar eru jafngildir og geta allir haft áhrif
  • Við kennum sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn og félagshæfni sem eru grunnur af góðum leiðtoga. 
  • Við þjálfum leiðtogahæfni sem byggir á tengslastjórn. Tengslastjórnun má á ýmsan hátt líkja við félagsvitund enda snýst hvort tveggja um samskipti og félagsleg færni. Til að geta nýtt sér tengslastjórnun þarf að nýta sér sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn og félagshæfni.

Tengslastjórnun tekur til sýnilegustu tækjanna sem notuð eru eins og til dæmis leiðtogahæfni, sannfæringakrafts, breytingastjórnun, ágreiningsstjórnun og hæfileikann til að vinna í hóp eða öðru samstarfi. Lykilatriði hér er að hafa hæfni í að stjórna tilfinningum annarra til að getað haft áhrif á þá. Sú framkoma og hegðun sem fólk sýnir hefur áhrif á viðbrögð annarra og sumir virðast eiga auðveldara með að hrífa aðra með sér og fá þá til að fylgja sér. Samkvæmt Goleman o.fl. (2004) er þessi þáttur einn sá mikilvægasti til að fólk að nái árangri í starfi, sérstaklega í stjórnunarstörfum.


 

Jákvæð snerting

Okkur er eðlislægt að snerta hvert annað og í sjálfu sér er nudd ekkert annað en ein tengund snertingar sem er framkvæmd á ómeðvitaðan eða meðvitaðan hátt. Nudd er samheiti yfir ævafornar aðferðir þar sem hendi eða höndum er stokið eða þrýst á húð nuddþega og tilgangurnn hefur alltaf verið að miðla kæleika og umhyggju, auka vellíðan, róa, hressa, slaka , örva eða lina þjóningar þess sem nuddið fær. 

Fyrstu heimildir um nudd eru taldar 5000 ára gamlar og síðan þá hafa áhrif nudds verið rannsökuð og eru orðin nokkuð þekkt. Niðurstöður fjölda rannsókna benda allar til þess að nudd leiði  til heilbrigðara, hamingjusamra og rólegrar lífs. 

Í samfélagi þar sem snerting er auðvelt er að líta á hvers kyns snertingu sem ógn í samskiptum milli manna er mikilvægt að þroska með nemendum skilning á jákvæðri og neikvæðri snertingu. Nuddið er markviss snerting þar sem hægt er að leiðbeina og skynja ólíkar gerðir af snertingu og gefa sér tíma til að skynja hvernig upplifunin er.   

Markmið með nuddkennslu í Álfaborg/Valsárskóla er að:

  • Kenna börnum að rækta líkama sinn og tilfinningar með nuddi og nota nudd sem leið til að tengjast félögum sínum og rækta með sér félagsþroska. 
  • Kenna nemendum að nota nudd sem miðil í samskiptum sín á milli
  • fá þau til að skynjda betur tilfiingar sínar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra
  • gefa þeim tækifæri til að slaka á og treysta öðrum fyrir sjálum sér. 
  • Nemendum sem er lært að gefa og þiggja nudd er það til góðs.

(Byggt á óbirtri ritgerð Dýrleifar Skjóldal, nuddara og leikskólakennara)


 

Umhyggja

Umhyggja eru hugmynd sem einkenna þarf starf allra kennara í Álfaborg/Valsárskóla. Með því að vera góðar fyrirmyndir verða nemendur umhyggjusamari og mynda sterkari tengsl.

Í skóla þar sem umhyggja ríkir eru nemendur og starfsmenn öruggir. Þeir vita til hvers er ætlast af þeim og þeir finna að hlutverk þeirra skipta máli. Þeir finna það líka að öðrum nemendum og starfsmönnum er annt um þá. Umhyggja er ávallt mikilvæg en þó einkum á tímum breytinga. Breytingum fylgir oft óöryggi og streita og getur umhyggja dregið úr slíkum áhrifum.

Það er oft talað um að það sem greinir á milli góðra og slæmra samskipta sé að rót góðra samskipta þurfi alltaf að vera umhyggja.  Ef við berum alltaf umhyggju fyrir þeim sem við erum í samskiptum við getum við verið hreinskiptin og heiðarleg án þess að það særi eða meiði.   Umhyggja eru djúpar tilfinningar sem kalla fram jákvæðni og væntumþykkju hjá öðrum. Umhyggja er því öðrum frekur tengslahugtak. Gagnkvæm virðing og umhygga eru mikilvægur grunnur farsælla samskipa. Í orðinu umhyggja felst ákveðnin nálægð sem vísar til tilfinningalegra sambanda. Allir hafa þörf fyrir umhyggju og löngunin erftir henni er sammmannleg óháð menningu og tungu.

Rannsóknir sýna að umhyggja hefur jákvæð áhrif á hollustu, afköst og sköpunarmátt. Áhrif umhyggju á heilsu eru einnig þekkt, en umhyggja stuðlar að bættri heilsu, bæði andlegri og líkamlegri.

Margt af því sem umhyggja felur í sér er einfalt í framkvæmd. Það er t.d. einfalt að hrósa og sýna öðrum áhuga. Það er líka einfalt að gleðjast með öðrum. Við vitum þetta öll en hversu dugleg erum við að iðka umhyggju?

Við í Álfaborg/Valsárskóla skorum á alla sem lesa þetta að hrósa og sýna öðru fólki áhuga, hvort sem er í skólanum eða annars staðar. Það gerir lífið léttara....og skemmtilegra.

(Byggt m.a. á óbirtri ritgerð Dýrleifar Skjóldal, nuddara og leikskólakennara)

Umhyggja í kennslu (Gentle Teaching)

Ein leið sem við í Álfaborg/Valsárskóla reynum til að láta umhyggju móta samkskipti okkar byggir á hugmyndinni um gentle teaching. Í öllum störfum nemenda og starfsmanna er reynt að skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eða andlegar aldrei notaðar til að ná fram breytingum.

Markmið umhyggjunnar er að kenna, hlúa að og viðhalda reynslu nemenda og upplifun af tengslum, vináttu og því að vera hluti af skólasamfélaginu.

Umhyggja í kennslu byggir á fjórum grunnstoðum:

  • Öryggi: líkamlegt og andlegt öryggi. Að einstaklingur upplifi sig öruggan í skólanum og umhverfi hans.
  • Umhyggja í kennslu er skilyrðislaus og því er aldrei ásættanlegt að svara í sömu mynt eða veita neikvæðum tilfinningum útrás í samskiptum. 
  • Við sýnum hvert öðru umhyggju: Í skólanum eru við fyrst og fremst manneskjur og því gefum við öðrum hlutdeild í lífi okkar með gagnstæðum kynnum án tillits til stöðu eða verkefna. 
  • Þátttaka: þátttaka er andstæða einmanaleika. Allir eru hvattir til þátttöku í samfélaginu með því að skapa svigrúm í tíma og aðstæðum til samræðna og áhrifa.  Þátttaka einstaklinga gefur þeim tækifæri til að gera eitthvað fyrir sjálfan sig, með öðrum og fyrir aðra.

Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, styrkleika og veikleika. Þetta hefur áhrif á samskipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Umhyggja í kennslu leggur áhersla á að horfa á styrkleika einstaklinga og áherlsu á að við mætum hvort öðrum með virðingu og skilyrðislausri umhyggju í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið. 

Verkfæri hugmyndafræðinnar:

  • Orð og tónn raddar: tala blíðlega. Tala rólega og velja orð og tón af kostgæfni. 
  • Augu: horfa hlýlega. Vera meðvituð um augnsvip og nota hlýtt og gott augnaráð.
  • Hendur: snerta hlýlega og af virðingu 
  • Nærvera: vera til staðar. 

Hugmyndafræðin undirstrikar mikilvægi þess að tala alltaf af vinsemd, horfa með athygli og væntumþykju, snerta af virðingu og vera gætinn. Einnig er lögð áhersla á aðhafa athygli á samskiptunum og vera til staðar.


 

Víðsýni

Víðsýni: Allt nám eykur víðsýni. Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni ætti fólk að leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Víðsýnn skóli metur námsgreinar jafnt, telur ,,allar greindirnar” jafn mikilvægar og leggur áherslu á fjölbreytt vinnubrögð.

Fjölhyggja er einkenni víðsýnnar þjóðar. Hún hengir sig ekki í smáatriðin og festir sig ekki í einni kenningu, því það er sama hvaðan gott kemur. Hún velur það sem nýtist flestum, þótt það komi úr óvæntri átt. Hún er frjálslynd og virðing er hennar dyggð.

Ef við segjum að skammsýni fari í hringi og framsýni áfram eftir fyrirframákveðinni línu, þá er víðsýni spírall – lína sem hringast eins og gormur, strengd milli náttúru og borgar.

Víðsýnt viðhorf hægir á tímanum, ellefta stundin rennur ekki upp og kapphlaupið við tímann rennur sitt skeið. Betri tími gefst til að ala upp börn, kanna kringumstæður, meta gögn, meiri tími til að íhuga framtíðina og fortíðina, hyggja að náttúruauðlindum, næstu kynslóðum, hlýnun jarðar af mannavöldum og hvað skapi hamingju og hvað ekki.

Víðsýn þjóð er ágætt (langtíma)markmið. Útsýnið er mikið og fordómar naumt skammtaðir. Sérkenni hennar er yfirvegun, stöðugleiki og víðskyggni.