Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun skólans á við nemendur, foreldra, kennara og aðra starfsmenn skólans. Hún nær til jafnréttis kynjanna samkvæmt lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, auk þess tekur hún til annarra skilgreindra hópa sbr. jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar 65 gr.laga nr.33/1944:

Markmið: Í Álfaborg/Valsárskóla eiga karlar og konur að hafa sama möguleika þegar ráðið er í starf í leikskólanum. Þau skulu hafa sömu laun og njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt störf."Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna"

 

Stefna í jafnréttismálum

Meginmarkmið

  • Að stuðla að jafnrétti kynjanna á sem víðtækastan hátt
  • Að koma fram við alla með virðingu, börn, foreldra og starfsfólk.
  • Að hæfileikar hvers og eins fái notið sín.
  • Að leggja áherslu á góðan staðblæ sem hvetur til góðra og skapandi verka.
  • Að kennsluhættir skulu vera fjölbreyttir og leikefni og viðfangsefni höfði til beggja kynja.
  • Að kröfur okkar til drengja og stúlkna í leik og námi séu þær sömu.
  • Að við lítum á feður og mæður sem jafngild í foreldrasamstarfinu.

Við viljum tryggja jafnrétti, að komið sé fram við allt fólk af virðingu.
Jafnréttisáætlunin er kynnt öllu nýju starfsfólki. Áætlunin er sýnileg foreldrum inn á heimasíðu skólans.

Áætlunin er endurskoðuð á tveggja ára fresti. Skólastjórn ber ábyrgð á því. Síðasta endurskoðun fór fram vor 2021.

Kennarar og aðrir starfsmenn

  • Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku kennara og annarra starfsmanna í starfshópum, greiða skal jöfn laun og tryggja sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
  • Gæta skal að því að auglýsingar og kynningarefni höfði til beggja kynja.
  • Tryggja skal að kennarar og aðrir starfsmenn hljóti fræðslu um jafnréttismál.
  • Tryggt skal að jafnréttissjónarmiða sé gætt við stöðuveitingar.
  • Leitast skal við að jafna hlutfall kvenna og karla.
  • Leitast skal við að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu s.s. með sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna og þarfa vinnuveitanda.
  • Lögð er áhersla á að kennarar og aðrir starfsmenn geti eflt kunnáttu sína og hæfni.
  • Lögð er áhersla á jákvætt andrúmsloft, þar sem mannauðurinn er nýttur og öll framlög og allar hugmyndir njóta virðingar.

Launajafnrétti

Konum og körlum er starfa hjá Álfaborg/Valsárskóla skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. (tilv. 19. gr. 10/2008)

Laus störf

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum. Markvisst skal unnið að því að störf flokkist ekki undir sérstök kvenna­ eða karlastörf og gætt að kynjasamþættingu m.a. með því að skoða hvernig starfslýsingar eru orðaðar. (tilv. 20. gr. 10/2008)

Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Skólinn vill tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. (tilv. 20. gr. 10/2008)
Sjá jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is

Börn

  • Leik- og kennsluefni mismuni ekki kynjunum.
  • Kennsluhættir skulu vera fjölbreyttir.
  • Markvisst skal unnið gegn stöðluðum kynímyndum stúlkna og drengja.
  • Börn skulu hljóta fræðslu um jafnréttismál til að búa þau undir jafna þátttöku í samfélaginu.
  • Gæta skal jafnréttis í öllu starfi skólans.

Í skólanum fer jafnréttisfræðsla fram í gegnum lestur bóka, þar sem fjallað er um málefnið. Fræðslan fer einning fram í umræðum, námi, leik og skipulögðu starfi skólans. Leitast er við að undirbúa börnin sem best fyrir þátttöku í samfélaginu með því að kynna fyrir þeim og leyfa þeim að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum innan skólans.Við innkaup leikfanga og kennsluefnis er leitast við að það höfði jafnt til beggja kynja.
Ábyrgð: Skólastjóri/deildarstjóri og allir kennarar skólans bera ábyrgð á að unnið sé eftir áætluninni.

Foreldrar

  • Litið er á feður og mæður sem jafngild í foreldrasamstarfinu.
  • Beina skal samskiptum og orðum jafnt til feðra og mæðra þegar um sameiginlegt forræði barns er að ræða, hvort sem foreldrar eru í sambúð eða ekki.
  • Um samskipti við foreldri sem ekki fer með forsjá barns fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003

Í Álfaborg/Valsárskóla er stuðlað að því að jafnvægi sé í samksiptum við foreldra barnanna. Öll bréf sem send eru til foreldra skulu stíluð jafnt á báða foreldra. Þegar þarf að hafa samband við foreldra vegna veikinda barns, foreldrasamtala eða annars sem viðkemur leikskólabarninu skal hafa samband jafnt við báða foreldra.