Samtalsdagur og haustfrí í Valsárskóla

Fimmtudaginn 19. október er samtalsdagur í Valsárskóla. Umsjónarkennarar eru þessa dagana að  stofnað viðtalstíma í Mentor og þar getið þið valið tímasetningu. Ef enginn tími er hentugur er auðvelt að hafa samband við umsjónarkennara og finna annan tíma. Samtölin verða nemendastýrð líkt og á síðasta skólaári. Almenn ánægja var með það fyrirkomulag. Könnun sem foreldrar svöruðu gáfu okkur þær niðurstöður, umsjónarkennarar voru mjög ánægðir með fyrirkomulagið og foreldrar á foreldraþingi sömuleiðis.  

Föstudaginn 20. október er náms- og starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi.  

Mánudaginn 23. október og þriðjudaginn 24. október er haustfrí í Valsárskóla og þá eru kennarar og nemendur í fríi. 

Skólastjóri er í vinnu á samtalsdegi, í haustfríi og á starfsdegi og er alltaf tilbúinn til skrafs og ráðagerða. 

Vinaborg er opin fyrrnefnda daga og hafa foreldrar nú þegar fengið rafrænt form til að nota til að skrá börn sín í vistun þessa daga. 

Starfsáætlun Valsárskóla fyrir skólaárið 2023-2024 er tilbúin og aðgengileg á heimasíðu skólans. Slóðin á hana er hér: 

Yfirlit
19. október
- samtalsdagur í Valsárskóla og nemendur mæta með foreldrum
20. október - starfsdagur í Valsárskóla og nemendur í fríi
23. október - haustfrí
24. október - haustfrí