Laus staða deildarstjóra á ungbarnadeild í Álfaborg/Valsárskóla á Svalbarðseyri

Laus staða deildarstjóra á ungbarnadeild í Álfaborg/Valsárskóla á Svalbarðseyri

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra á nýlega stofnaða ungbarnadeild í 80% - 100% starfshlutfall.

Menntun og hæfniskröfur:
• Kennararéttindi.
• Kennslureynsla úr leikskóla æskileg.
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Svalbarðsstrandarhrepps.
• Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
• Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum í samráði við aðra deildarstjóra og leikskólastjóra.
• Skipuleggur faglegt starf deildar í samráði við aðra kennara og leikskólastjóra.
• Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
• Situr foreldrafundi, starfsmannafundi og aðra fundi sem haldnir eru á vegum leikskólans, og leikskólastjóri segir til um, og varða starfsemi leikskólans.
• Tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
• Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem leikskólastjóri felur honum.

Umsóknarfrestur er til og með 01. júní 2020. Umsóknum er skilað til leikskólastjóra á netfangið maggajensa@svalbardsstrond.is. Með umsókn skal fylgja afrit af leyfisbréfi, starfsferilsskrá og kynningarbréf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og í síðasta lagi í ágúst/september. Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Nálgast má nánari upplýsingar hjá Margrét Jensínu í síma 6961528 og á heimasíðu: https://skolar.svalbardsstrond.is/.