Fundur á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Valsárskóla fyrir foreldra

Eins og þið hafið fengið fréttir af mun Tónlistarskóli Eyjafjarðar taka við öllu utanumhaldi vegna tónlistarnáms í Valsárskóla frá og með 1. ágúst 2021. 

Í síðustu viku var haldin kynning fyrir nemendur og nú er komið að fundi fyrir foreldra. 

Allir foreldrar eru velkomnir hvort sem þeirra barn hefur stundað tónlistarnám eða hefur hug á að hefja tónlistarnám.

Guðlaugur skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar mun halda fund í matsal Valsárskóla þriðjudaginn 25. maí kl. 17:15. 

Allir foreldrar í Valsárskóla er velkomnir og mun Guðlaugar kynna skólann, námið og svara spurningum. 

María skólastjóri Valsárskóla verðu einnig á fundinum og svarar spurningum sem e.t.v. brenna á foreldrum. 

Athugið að það er búið að framlengja umsóknarfrest til 1. júní í tónlistarnám.