Eins og þið hafið fengið fréttir af mun Tónlistarskóli Eyjafjarðar taka við öllu utanumhaldi vegna tónlistarnáms í Valsárskóla frá og með 1. ágúst 2021.
Í síðustu viku var haldin kynning fyrir nemendur og nú er komið að fundi fyrir foreldra.
Allir foreldrar eru velkomnir hvort sem þeirra barn hefur stundað tónlistarnám eða hefur hug á að hefja tónlistarnám.
Guðlaugur skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar mun halda fund í matsal Valsárskóla þriðjudaginn 25. maí kl. 17:15.
Allir foreldrar í Valsárskóla er velkomnir og mun Guðlaugar kynna skólann, námið og svara spurningum.
María skólastjóri Valsárskóla verðu einnig á fundinum og svarar spurningum sem e.t.v. brenna á foreldrum.
Athugið að það er búið að framlengja umsóknarfrest til 1. júní í tónlistarnám.
Álfaborg Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5505 Netfang: alfaborg@svalbardsstrond.is |
Valsárskóli Svalbarðseyri | 606 Akureyri Sími: 464 5510 Netfang: valsarskoli@svalbardsstrond.is |
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Sími 464 8110 |
Vinaborg - frístund Sími 832 4530 Skólabíll Sími: 858 0777
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda skráist hjá skólanum eða á mentor.is.