Bréf til foreldra í Valsárskóla 24. ágúst

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Skólasetning er kl: 16:00 í dag og er hún frekar óvenjuleg. Nemendur koma án foreldra og verður skólinn settur í umsjónarstofum. Foreldrar nemenda í 1. - 2. bekk eru velkomnir og verður tekið á móti þeim í matsalnum þar sem þar er hægt að tryggja 2 m regluna. 

Þriðjudagurinn 25. ágúst og miðvikudag 26. ágúst verða útivistardagar og þá lýkur skóladeginum kl: 13:00. 

Á þriðjudagurinn verðum við í útivist í Kjarnaskógi. Á miðvikudaginn verða yngri nemendur í Vaðlareit og eldri nemendur ganga á Ystavíkurhnúk. Nemendur fá nánari upplýsingar um fjallgönguna hjá umsjónarkennara á þriðjudag. Báða dagana notum við rútu í milliferðir.

Þessa daga þurfa nemendur að vera klæddir eftir veðri, vel skóaðir  og gott er að hafa léttan bakpoka, vatnsbrúsa og jafnvel ílát undir ber. Ekki þarf að taka með nesti því skólinn sér um það.

Með ósk um gott skólaár, kveðjur frá starfsfólki Valsárskóla