Alvarlegt brot á skólareglum

Alvarlegt brot á skólareglum eða lögbrot nemenda

Með alvarlegum brotum á skólareglum er t.d. átt við;

  • ofbeldi
  • íkveikja
  • þjófnað
  • innbrot í skóla (þar með talið í tölvukerfi)
  • skemmdarverk
  • veggjakrot
  • tóbaksnotkun
  • veip, áfengis- og fíkniefnaneyslu
  • sölu og dreifingu fíkniefna, áfengis , veip eða tóbaks
  • dreifing/sýning á klámi og/eða öðru óviðeigandi efni sem særa blygðunarkennd

Þegar ofangreind mál koma upp metur skólastjóri í samráði við t.d. staðgengil skólastjóra, umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa hverja af neðangreindum leiðum er farin:

Lausnarleið skóla

1. Starfsmaður tilkynnir skólastjórnanda um málið.

2. Skólastjórnandi tilkynnir foreldrum um málið og metur, í samráði við foreldra, hvort nemandi verði sendur heim meðan málið er til frekari skoðunar.

3. Ef samvinna næst ekki við foreldra getur komið til tímabundinnar brottvikningar nemanda á meðan ákvörðun er tekin um framhald málsins. Ef um brottvikningu er að ræða skal gæta stjórnsýslulaga nr. 93/1993, þ.m.t. andmælaréttar, meðalhófs, jafnræðisreglu og rannsóknar- og upplýsingaskyldu.

4. Ef um ofbeldi er að ræða hefur skólastjórnandi samband við foreldra þolanda. Ef ekki er um kæru að ræða leitar skólastjórnandi heimildar foreldra til lausnar málsins innan skólans. Fundað með geranda og foreldrum hans um framhald málsins. Ráðgjöf og þjónusta sótt til fræðslusviðs og/eða fjölskyldusviðs Akureyrarbæjar. Tilkynning send til barnaverndar ef talin er þörf á.

5. Finnist ekki viðunandi lausn innan skólans er málinu vísað til fræðslusviðs. Hugsanlegt er að finna annað skólaúrræði.

Aðkoma lögreglu

1. Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið.

2. Skólastjóri tilkynnir lögreglu um málið og fer fram á rannsókn málsins.

3. Skólastjóri tilkynnir málið til barnaverndar.

4. Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda ef hann metur þörf á því.

Um framhald máls fer samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar.

Aðkoma barnaverndar

Grunur á að nemandi sé undir áhrifum vímuefna í skólanum/já skólalóð eða grunur um vímuefnaneyslu og/eða dreifingu og sölu ólöglegra efna. 

1. Skólastjóri tilkynnir foreldrum um málið.

2. Skólastjóri tilkynnir málið til barnaverndar ef um grun er að ræða skv. 17. gr. barnaverndarlaga 2002, nr. 80. Tilkynnt til lögreglu ef grunur leikur á að nemandi stundi dreifingu eða sölu vímuefna.

3. Skólastjóri ákveður hvort vísa eigi nemanda úr skóla tímabundið meðan málið er óútkljáð í samráði við foreldra og barnavernd.

4. Ef nemandi er undir áhrifum vímuefna á skólatíma er haft samband við foreldra og barnavernd.

5. Ef ágreiningur kemur upp milli foreldra og skóla skal leita til barnaverndar, fræðslusviðs og/eða fjölskyldudeildar.

Desember 2020