Mat á skólastarfi

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og aðalnámskrá leikskóla ber hverjum skóla að framkvæma eigið innra mat og skal það vera fléttað saman við daglegt starf og ná til allra þátta skólastarfsins, s.s. stjórnunar, kennslu, námskrafna, námsmats og samskipta innan og utan kennslustofunnar. Leggja skal áherslu á virka þátttöku starfsfólks í innra mati, nemenda, foreldra og annarra hagsmunaaðila eftir því sem við á.  Skólinn er þátttakandi í Skólapúlsinum sem auðveldar mat á ýmsum þáttum skólastarfs. Foreldrar, nemendur og starfsmenn skólans geta vænst þess að vera beðnir um að taka þátt í könnunum og mati á skólastarfinu. Innra mats áætlun má finna undir áætlanir.

Ytra mat er það mat sem utanaðkomandi aðilar gera á skólastarfinu, til að mynda úttektir Menntamálaráðuneytisins, en tilgangur þess mats er að hafa eftirlit með gæðum skólastarfsins. 

Skýrslur og útbótaáætlanir eru aðgengilega hér fyrir neðan.

 Vorskýrsla Valsárskóla 2020